Áhættunni velt yfir á SPRON

Frá aðalmeðferðinni í SPRON-málinu svonefnda.
Frá aðalmeðferðinni í SPRON-málinu svonefnda. mbl.is/Styrmir Kári

Sama dag og SPRON veitti hlutafélaginu Exista tveggja milljarða króna peningamarkaðslán, þann 30. september 2008, fékk SPRON lán að sömu fjárhæð frá tryggingafélaginu VÍS, dótturfélagi Exista. Sérstakur saksóknari telur að áhættunni af láninu til Exista hafi verið velt af VÍS og yfir á sparisjóðinn, sem hafi þannig setið uppi með fullt tjón vegna lánsins.

Í ákæru sinni talar sérstakur saksóknari um „snúning“ í þessu samhengi, en málið hefur oft og mörgum sinnum borið á góma við aðalmeðferð í SPRON-málinu svonefnda í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og í gær.

Fyrrum stjórnarmenn SPRON, sem eru ákærðir í málinu fyrir umboðssvik, segjast ekki kannast við umrætt tveggja milljarða króna lán frá VÍS. Þeir hafi raunar aldrei verið upplýstir um að peningamarkaðslánið til Exista hafi verið fjármagnað með þessu innláni.

Fyrrum starfsmenn SPRON og Exista, sem störfuðu í fjárstýringu, virðast þó hafa verið meðvitaðir um innlánið frá VÍS, þó svo að þeir hafi fyrir dómi í dag borið við minnisleysi um atvik málsins. Saksóknari spilaði nokkur símtöl og birti jafnframt tölvupósta þar sem starfsmennirnir ræða sín á milli um þennan „snúning“ - eða „lúppu“ eins og einn starfsmaðurinn kaus að kalla það.

Þannig spilaði saksóknari til að mynda símtal á milli Snorra Petersen, þáverandi starfsmanns í fjárstýringu SPRON, og Valgeirs M. Baldurssonar, sem var þá framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON. Í símtalinu vísaði Valgeir til þess að VÍS ætlaði að leggja innlán í SPRON, að fjárhæð tveir milljarðar króna, og í sömu andrá ætlaði Exista að fá lánað frá SPRON fyrir sömu fjárhæð. Snorri sagðist fyrir dómi í dag ekki muna sérstaklega eftir símtalinu eða þessum tilteknu lánveitingum. SPRON hefði veitt fjölmörg peningamarkaðslán á árunum fyrir hrun og verið virkur á þessum markaði.

Stefán Þór Sigtryggsson, sem starfaði einnig í fjárstýringu SPRON, sagðist reka minni til þess að innlánið frá VÍS hefði borist inn á tékkareikning sparisjóðsins. Hann kvaðst þó ekki vita hvernig það hefði verið tilkomið.

Lánin veitt í sömu andrá

Aðdrag­andi lán­veit­ing­ar þeirr­ar sem sér­stak­ur sak­sókn­ari hefur ákært fyrir í málinu var sá að 18. sept­em­ber 2008 veitti VÍS fjög­urra millj­arða króna pen­inga­markaðslán til Ex­ista. Það var fram­lengt til 22. sept­em­ber, aft­ur til 29. sept­em­ber og að lok­um til 30. sept­em­ber en þá greiddi Ex­ista lánið til baka, að hálfu með lán­inu frá SPRON og fyr­ir það er ákært.

Rétt áður en SPRON lánaði Ex­ista tvo millj­arða fékk spari­sjóður­inn pen­inga­markaðslán frá VÍS upp á sömu upp­hæð. Þeir fjár­mun­ir sem VÍS lánaði SPRON voru því notaðir til að fjár­magna lánið til Ex­ista. „Var staðan eft­ir þenn­an snún­ing sú að áhætta VÍS gagn­vart Ex­istu minnkaði um tvo millj­arða, en í staðinn hafði SPRON veitt Ex­istu trygg­inga­laust lán að sömu fjár­hæð,” segir í ákærunni.

Telur saksóknari því að áhætt­unni af tveggja millj­arða króna láni til Ex­istu hafi þannig verið velt af VÍS og yfir á SPRON, sem síðar sat uppi með fullt tjón vegna láns­ins.

Þau Guðmund­ur Örn Hauks­son, fyrr­ver­andi for­stjóri SPRON, og stjórn­ar­menn­irn­ir Ari Bergmann Ein­ars­son, Jó­hann Ásgeir Bald­urs, Mar­grét Guðmunds­dótt­ir og Rann­veig Rist eru ákærð í málinu fyrirumboðssvik. Þau eru sögð hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum og stefnt fé hans í veru­lega hættu.

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert