Blikur á lofti með arnarvarp í sumar

Mynd úr eftirlitsflugi sem er liður í vöktun arnarstofnsins á …
Mynd úr eftirlitsflugi sem er liður í vöktun arnarstofnsins á Íslandi. Ljósmynd/Kristinn Haukur Skarphéðinsson

Arnarvarp hefur farið vel af stað á landinu í ár með metfjölda hreiðra í varpi, 51, sem er einu fleira en í fyrra sem var einnig metár síðan talningar hófust.

Þó þykir ástæða til að hafa áhyggjur af varpinu í ár þar sem spáð er stífri norðanátt á næstunni, meðan varptíminn stendur sem hæst, að því er fram kemur í umfjöllun um arnarvarpið í ár í Morgunblaðinu í dag.

Íslenski haförninn hefur varp sitt upp úr apríl og hefja ungarnir sig ekki til flugs fyrr en í ágúst. Stofninn hefur verið á uppleið síðustu ár þó fjöldi unga sem komast á legg sveiflist mikið ár frá ári og vissum arnarpörum gengur mun betur en öðrum að koma ungum á legg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert