Blómleg byggð á Blómavalslóð

Gert er ráð fyrir allt að 120 nýjum íbúðum á Blómavalslóðinni svokölluðu við Sigtún 40 í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem kemur fram í auglýsingu borgarráðs fyrir nýtt deiliskipulag á svæðinu. Skipulagið nær auk þess til lóðarinnar við Sigtún 38 þar sem Grand Hótel stendur, en þar stendur til að fjölga herbergjum og stækka ráðstefnusali.

Á Blómavalslóðinni er ætlunin að byggðin falli inn í þá sem þar er fyrir og verður því m.a. náð fram með klæðningum í jarðlitum og efnisvali í takt við það sem þekkist í eldri húsum hverfisins. Þá er ætlast til þess að visthæfar lausnir ráði för í uppbyggingunni og slétt þök verði þakin grasi. Enn er þó hægt að skila inn athugasemdum við deiliskipulagið og er fram kemur í tilkynningu að myndir sýni ekki endanlegt útlit bygginga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert