Erfið færð fyrir sumardekk

Frá Fljótsdalshéraði í morgun.
Frá Fljótsdalshéraði í morgun. Ljósmyndari Hugi Hreiðarsson

Búist er við slyddu eða snjókomu á fjallvegum norðan- og austanlands fram eftir morgni, en rigningu eða slyddu síðdegis. Akstursskilyrði fyrir ökutæki á sumardekkjum geta því verið varhugaverð. Þetta kemur fram í athugasemd frá vakthafandi veðurfræði á Veðurstofu Íslands.

Á Vestfjörðum er snjóþekja og skafrenningur á Dynjandisheiði og á Steingrímsfjarðarheiði  en snjóþekja á  Þröskuldum. Hálkublettir eru norður í Árneshrepp.

Á Norðaustur- og Austurlandi er hálka á Fljótsheiði og á Dettifossvegi. Snjóþekja er á Hófaskarði, Hálsum, Sandvíkurheiði og Brekknaheiði. Snjóþekja og skafrenningur er á Hólasandi, Mývatnsöræfum, Fjarðarheiði og Vatnskarði eystra. Hálkublettir eru í Öxarfirði, á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, í Oddskarði og á Öxi.

Það er að mestu greiðfært á Suður- Vestur- og Norðurlandi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Vegna vinnu á vegi 862, Dettifossvegi,  frá vegamótum  að Vesturdal er hann eingöngu fær stærri  4x4 bílum. 

Frá Fljótsdalshéraði í morgun.
Frá Fljótsdalshéraði í morgun. Ljósmynd Hugi Hreiðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert