Gjaldeyrisstaðan stórbatnar

Gjaldeyrir streymir inn í landið.
Gjaldeyrir streymir inn í landið. mbl.is/afp

Mismunur gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands og lána Seðlabankans og ríkissjóðs í erlendri mynt er nú jákvæður um 112 milljarða króna.

Þessi jákvæði mismunur hefur aukist hratt að undanförnu. Hann var þannig 47 milljarðar í desember og hefur því meira en tvöfaldast síðan að sögn Seðlabankans.

Metfjöldi erlendra ferðamanna í vetur á þátt í að gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur aukist. Erlendir ferðamenn skilja eftir erlendan gjaldeyri sem endar hjá bönkunum og síðan kaupir Seðlabankinn gjaldeyrinn af bönkunum á millibankamarkaði. Það eru umskipti frá síðustu árum að mismunur forðans og lána sé orðinn 112 milljarðar, enda var talan lengi í mínus, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert