Greiðfært víðast um landið

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Greiðfært er að mestu á Suður- Vestur- og Norðurlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vestfjörðum er snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir eru á Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp.

Hálkublettir eru á Hófaskarði, Hálsum, Sandvíkurheiði á Mörðudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði austanlands. Snjóþekja er á Vatnskarði eystra og þungfært og skafrenningur í Mjóafjörð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert