Íbúar geta snúið heim aftur

Lögreglan hélt blaðamannafund að loknum aðgerðum í Kópavogi í kvöld.
Lögreglan hélt blaðamannafund að loknum aðgerðum í Kópavogi í kvöld. mbl.is/Eva Björk

Verið er aflétta lokunum á svæðinu í kringum fjölbýlishús við Hlíðarhjalla í Kópavogi eftir að lögregla lokaði svæðinu í dag í kjölfar tilkynninga um skothvelli. Lögregla fór í kvöld inn í íbúðina þaðan sem skothvellirnir komu en hún reyndist mannlaus. Hins vegar fundust þar skotvopn og skotfæri sem hald var lagt á.

Að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, stöðvarstjóra lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti, geta íbúar fjölbýlishússins, sem yfirgefa þurftu heimili sín í dag og kvöld, snúið heim til sín. Spurður um framhald málsins segir hann að það sé einfaldlega áfram í rannsókn. Spurður áfram hvort leit sé hafin að umræddum einstaklingi vildi hann ekkert tjá sig um það.

Lögreglan rannsakar nú vettvang málsins og hafa lögreglumenn meðal annars gengið um lóðina fyrir framan fjölbýlishúsið í leit að gögnum fyrir rannsóknina. Þá hafa íbúar hússins verið að týnast heim til sín.

mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert