STEF semur við YouTube

youtube
youtube Wikipedia

Kvikmyndavefurinn YouTube og íslensku höfundaréttarsamtökin STEF hafa gert með sér samning þess efnis að meðlimir STEFs, sem og erlendra systursamtaka, munu geta fengið greitt fyrir notkun tónlistar sinnar á YouTube hér á landi. Í því felst að meðlimir STEFs og tengdir aðilar munu geta fengið greitt þegar tónlist þeirra aflar tekna með spilun eða birtingu auglýsinga á YouTube.

„Þessi nýja tekjuleið eykur möguleika á fjárhagslegum ávinningi rétthafa á notkun verka þeirra á YouTube á Íslandi. Það að ná samningi við YouTube markar þáttaskil í að skapa ný tækifæri fyrir okkar rétthafa,“ er haft eftir Guðrúnu Björku Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra STEFs, í fréttatilkynningu. Haft er eftir Gudrun Schweppe, framkvæmdastjóra leyfismála hjá YouTube EMEA, að fyrirtækið sé mjög ánægt með að hafa náð samningi við STEF.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert