Þúsundir ganga inn í jökulinn

Gestir eru áhugasamir um myndun og bráðnun jöklanna.
Gestir eru áhugasamir um myndun og bráðnun jöklanna. Ljósmynd/Into the Glacier

„Þetta lítur mjög vel út. Nú þegar eru 6-7 þúsund búnir að bóka ferðir og góður gangur er í bókunum, sérstaklega eftir að við opnuðum,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri ísganganna í Langjökli sem heita nú Into the Glacier.

Göngin voru opnuð í gær. Fullbókað var í flestar ferðirnar þann daginn og voru það mest erlendir ferðamenn.

Ísgöngin hafa fengið mikla athygli í fjölmiðlum erlendis. Fulltrúar margra helstu fjölmiðla Evrópu hafa heimsótt göngin eða fengið upplýsingar og fjallað um þennan nýja áfangastað ferðamanna á Íslandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert