Varðveislu sjónvarpsefnis víða ábótavant

Í Kvikmyndasafni Íslands.
Í Kvikmyndasafni Íslands.

„Þetta er kapphlaup við tímann svo þetta glatist ekki og einhvern tíma verður of seint í rassinn gripið,“ segir Elsa Ingibjargardóttir sem skrifaði meistararitgerð í bókasafns- og upplýsingafræði um varðveislu á íslensku sjónvarpsefni og tengsl þess við menningararfinn.

Segir hún lyklun og skráningu efnis hjá einkareknu stöðvunum víða ábótavant og RÚV varðveiti sjónvarpsefnið best. Einkastöðvarnar falli þó ekki undir sömu reglur og ríkisstofnanirnar hvað þetta varðar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Rétt sé að veita faglega ráðgjöf um mikilvægi varðveislunnar og til dæmis eigi að auka samstarf Kvikmyndasafnsins við sjónvarpsstöðvarnar. „Auðvitað þyrfti alltaf meira fjármagn frá ríkinu svo þetta yrði að veruleika.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert