Áforma mikla uppbyggingu á svæði ÍR

Drög að nýrri Suður-Mjódd. Fyrirhugaður frjálsíþróttavöllur er lengst til vinstri …
Drög að nýrri Suður-Mjódd. Fyrirhugaður frjálsíþróttavöllur er lengst til vinstri á myndinni. Fjölnota íþróttahúsið er sýnt sem grátt hús við knattspyrnuvellina. Stúkan verður tengd við húsið. Núverandi íþróttahús ÍR er á sömu lóð. Tölvuteikning/Teiknistofan Storð

Áformað er að byggja frjálsíþróttavöll og reisa fjölnota íþróttahús og allt að 1.500 manna stúku á íþróttasvæði ÍR í Reykjavík.

Reykjavíkurborg hefur auglýst breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið og þykir raunhæft að það verði samþykkt fyrir áramót.

Byggð mun þéttast verulega í nágrenni íþróttasvæðisins ef framkvæmdirnar verða að veruleika. Stefnt er að því að reisa sjö háreist hús meðfram Reykjanesbraut og fjögur fjölbýlishús þar nærri, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert