Ekki stemning fyrir hækkunum

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Okkur hefur borist erindi um það að samræma sektir en ég held nú að við séum ekkert á þeirri bylgjulengd.“

Þetta segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og vísar í máli sínu til ákvörðunar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur þess efnis að hækka gjald vegna stöðubrota úr 5.000 kr. í 10.000 krónur.

„Ég met þetta mál þannig að það sé ekki stemning fyrir þessum hækkunum innan Kópavogs en við erum hins vegar að skoða málið í heild sinni,“ segir Ármann og bendir á að bæjarráð hafi vísað erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert