Færri tilboð berast í jarðvinnu

Vinnuvélum hefur fækkað eftir hrunið 2008.
Vinnuvélum hefur fækkað eftir hrunið 2008. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Nokkuð hefur borið á því í útboðum Vegagerðarinnar að aðeins eitt tilboð kemur frá jarðvinnuverktökum í hvert verk.

Gildir þetta einna helst um verkefni á Norður- og Austurlandi en eitthvað fleiri tilboð hafa komið í verk á suðvesturhorni landsins.

Í sumum tilvikum hefur Vegagerðin orðið að hafna tilboðum sökum þess hve óraunhæf og há þau hafa verið. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, þessa þróun hafa verið að ágerast eftir hrun. Tilboðum hafi fækkað jafnt og þétt og greinilegt að minna framboð sé á tækjabúnaði en fyrir hrun. Verktakamarkaðurinn hafi ekki náð sér á strik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert