Fleiri bátar og aukinn afli á grásleppuvertíð

Vel hefur gefið af grásleppu í ár.
Vel hefur gefið af grásleppu í ár.

Grásleppuvertíð á norður- og austursvæði og við sunnanvert Reykjanes lauk í gær. Víða fyrir norðan og austan var vertíðin mjög góð og þrír aflahæstu bátarnir komu með yfir 60 tonn að landi.

Sæborg NS frá Vopnafirði er aflahæst til þessa með rúm 62 tonn eða um það bil 130 tunnur af grásleppuhrognum. Finni NS og Ás NS eru ekki langt undan. Í Húnaflóa og við Reykjanes var vertíðin í meðallagi.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir í Morgunblaðinu í dag, að góð spurn sé eftir hrognum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert