Füle svaraði bréfi Gunnars Braga

Štefan Füle, fyrrverandi stækkunarstjóri Evrópusambandsins.
Štefan Füle, fyrrverandi stækkunarstjóri Evrópusambandsins. AFP

Meðal þess sem fram kom í skriflegu svari Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Brynhildi Pétursdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, í lok apríl, þar sem spurt var um kröfur Evrópusambandsins um að íslensk stjórnvöld skýrðu stöðu aðildarviðræðna, að þáverandi stækkunarstjóri sambandsins, Štefan Füle, hafi ekki svarað bréfi frá utanríkisráðuneytinu í september 2013.

Með bréfi utanríkisráðuneytisins var Füle, upplýstur um að ríkisstjórnin hefði óskað eftir því að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði úttekt á stöðu aðildarviðræðna við ESB og ennfremur að í ljósi þess að viðræðurnar hafi verið stöðvaðar og alls óljóst um framhald þeirra hefðu samninganefndir Íslands verið leystar frá störfum.

Síðar kom hins vegar í ljós að bréfinu hafði verið svarað af Füle. Þetta staðfestir Klemens Ólafur Þrastarson, upplýsingafulltrúi sendinefndar ESB á Íslandi. Réttum upplýsingum var komið á framfæri og var skriflegu svari ráðherrans í kjölfarið leiðrétt á vef Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert