Halda fund um kosningarnar í Danmörku

Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur.
Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus, Norræna félagið og Alþjóðastofnun Háskóla Íslands hafa boðað til opins fundar í Norræna húsinu í dag klukkan 12 þar sem fjallað verður um þingkosningarnar í Danmörku sem haldnar verða þann 18. júní næstkomandi.

Búist er við spennandi kosningum en afar jafnt er á munum á milli hægri- og vinstri blokkarinnar. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var þann 1. júní nær vinstriblokkin naumum meirihluta, undir stjórn Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga jafnaðarmanna.

Á fundinum munu fara fram pallborðsumræður undir stjórn Sigurðar Ólafssonar, stjórnmálafræðings og verkefnastjóra Norðurlanda í fókus. Í pallborðinu verða Martin Søvang, stjórnmálafræðingur, Mikkel Harder, forstjóri Norræna hússins og Rósa Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert