Mikið bættist við jöklana í vetur

Rétt grillti í þakið á skála Ferðafélags Íslands í Hrafntinnuskeri …
Rétt grillti í þakið á skála Ferðafélags Íslands í Hrafntinnuskeri í gær. mbl.is/RAX

Sunnanvert hálendið er enn á kafi í snjó þótt komið sé fram í maí. Ragnar Axelsson flaug þar yfir í gær. Þá rétt grillti í þakið á skála Ferðafélags Íslands í Hrafntinnuskeri. Sleðamenn sem hafa farið um hálendið hafa haft orð á því að snjórinn sé óvenjumikill.

Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, fór í vorferð á Hofsjökul, sem er á miðhálendinu, í byrjun maí. Leiðangurinn fór sem leið lá framhjá Hrauneyjum og Vatnsfelli og Kvíslaveituleiðina að jöklinum. Þá var enn fimbulvetur á fjöllum.

„Það var allt á kafi í snjó. Þetta er það mesta sem ég hef séð frá því ég byrjaði að fara þessar ferðir,“ segir Þorsteinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann hefur farið á Hofsjökul til mælinga að vori í rúman áratug. „Það bættist mikið á jöklana í vetur. Þetta var einhver mesta vetrarafkoma sem við höfðum mælt á Hofsjökli í rúm 20 ár.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert