Söfnuðu 13,8 milljónum fyrir Nepal

Arnar Valdimarsson

Í dag afhentu starfsmenn CCP fulltrúum Rauða kross Íslands 13,8 milljónir fyrir hönd spilara tölvuleiksins EVE Online.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var viðstaddur afhendinguna og hrósaði spilurum leiksins og starfsfólki CCP fyrir þann samhug sem íbúum Nepal væri sýndur með söfnuninni.

Hann talaði einnig um að hér væri á ferð gott dæmi um hvernig hugvit og ný tækni getur nýst til góðra verka og hvernig þetta framtak gæti verið væri öðrum leikjafyrirtækjum heimsins til eftirbreytni. Söfnun sem þessi bryti niður landamæri og hindranir og að það væri svo sannarlega virðingavert að sjá og upplifa hvernig samfélag spilara EVE Online allstaðar að úr heiminum kæmi saman með þessum hætti til að leggja fórnarlömbum jarðskjálftana í Nepal lið.

<span><span> </span></span><span>Forseti Íslands er verndari Rauða krossins á Íslandi. </span><span>Ragna Árnadóttir, varaformaður Rauða krossins á Íslandi, tók við ávísuninni ásamt starfsmönnum Rauða krossins.</span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert