Stofnframlag ríkisins ekki skert

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG. mbl.is/Styrmir Kári

„Svör við spurningum háttvirts þingmanns, eða málflutningi, hafa legið fyrir opinberlega, og þar á meðal í þingskjölum, í bráðum sex ár,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og fyrrverandi fjármálaráðherra í svari við fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins.

Vigdís sagði að Steingrímur hafi sem fjármálaráðherra afhent eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka til kröfuhafa árið 2009 án þess að lagaheimild væri fyrir því. Vísaði hún í því sambandi í ákvæði stjórnarskrárinnar um að óheimilt væri að láta af hendi eignir ríkisins án slíkrar heimildar. Lagaheimildin hefði komið eftir á seint í desember 2009 en ekki verið til staðar þegar ákvörðunin var tekin. Benti hún á að ríkisendurskoðun hafi gagnrýnt málið á sínum tíma.

Steingrímur vísaði því á bug og ekki hefði verið lagaheimild fyrir ákvörðuninni. Vísaði hann í lögin í desember 2009 og sagði þau hafa átt stoð í neyðarlögunum. Benti hann ennfremur á að bæði Jón Bjarnason og Lilja Mósesdóttir, þáverandi þingmenn VG, hafi samþykkt frumvarpið að lögunum en þau hafa gagnrýnt Steingrím fyrir framgöngu hans í málinu.

Steingrímur sagði fjármálaráðuneytið hafa metið það svo að stofnfrumlag ríkisins í bönkunum hefði ekki verið skert og því hafi ekki þurft sérstaka lagaheimild fyrir ákvörðuninni. Lögin frá í desember 2009 hafi ekki snúist um að veita heimild til þess að selja hluti í bönkunum heldur að staðfesta samningsniðurstöðuna.

Vigdís Hauksdóttir alþingismaður.
Vigdís Hauksdóttir alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert