Þungfært í Árneshreppi

Snjómokstursmenn við störf í Árneshreppi. Myndin er úr safni.
Snjómokstursmenn við störf í Árneshreppi. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Vegagerðin

Það er að mestu greiðfært á Suður-, Vestur- og Norðurlandi. Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir eru á Dynjandisheiði. Þungfært er norður í Árneshrepp, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Á Norðaustur- og Austurlandi er snjóþekja og éljagangur í Mývatnssveit. Snjóþekja er á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi. Hálkublettir eru á Siglufjarðarvegi og Fjarðarheiði. Þæfingsfærð er á Vatnsskarði eystra og þungfært og skafrenningur í Mjóafjörð.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert