Göngin lengdust um 19 metra

Forystumenn Vaðlaheiðarganga í vettvangsferð um framkvæmdasvæðið í gær.
Forystumenn Vaðlaheiðarganga í vettvangsferð um framkvæmdasvæðið í gær. Ljósmynd/Vaðlaheiðargöng

Sprengingar og gröftur í Vaðlaheiðargöngum hefur gengið stóráfallalaust eftir að byrjað var aftur að sprengja frá stafninum Eyjafjarðarmegin.

„Það er að vísu ekki hraður gangur, við förum okkur að engu óðslega,“ segir Einar Hrafn Hjálmarsson, staðarstjóri Ósafls sem er aðalverktaki við Vaðlaheiðargöng.

Sprengingar hófust að nýju Eyjafjarðarmegin 26. maí, eftir miklar aðgerðir til að bæta vinnuaðstæður. Þá hafði vinna við gangagröft legið alveg niðri um tíma, vegna vatnsaga við báða stafna. Einar segir að tekist hafi að skerma af mestan hluta af heita vatninu sem lekur inn í göngin og hefur gert vinnuaðstæður erfiðar. Það vatn sem enn lekur inn er leitt út um rör.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert