„Lögbundin heimild til að valda skaða“

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Verkföll grafa undan öryggi og lífsgæðum deilenda en jafnframt samfélaginu í heild. Verkföll eru í raun lögbundin heimild til þess að valda þriðja aðila skaða. Þegar slík heimild er til staðar er mikilvægt að líka sé til staðar ferli sem minnkar líkurnar á því að til verkfalla komi, þannig að hægt sé að stilla saman þessa strengi áður en til slíks þarf að koma.“

Þerra sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Hann fagnaði þeim orðum Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á þingi í morgun að vinnumarkaðsmódelið sem notast hefði verið við hér á landi til þessa væri í raun að hruni komið og að taka þyrfti upp nýtt fyrirkomulag að norrænni fyrirmynd. Jón rifjaði upp að fyrir tveimur árum hafi verið samstaða með stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins í þessum efnum og vinna hefði verið hafin í tengslum við það. Spurði Jón ráðherann hvort frumvarp í þessa veru væri væntanlegt inn í þingið.

„Það má segja að fyrstu skrefin hafi með formlegum hætti verið stigin með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir nokkrum dögum. Þar opnuðum við á það að hefja samstarf um efnahagsráð og við horfum til þess sem fyrsta merkisins um að hreyfing sé að komast á þessa hluti. En á endanum verður þetta að vera samstarfsverkefni. Þetta er samstarfsverkefni stjórnvalda, og þá á ég við ríki og sveitarfélög, og aðila vinnumarkaðarins, þeirra stéttarfélaga sem þar eru starfandi og vinnuveitenda,“ sagði Bjarni.

Gerbreytt hlutverk ríkissáttasemjara

Það jákvæða við stöðuna í dag væri það að samstaða virtist vera um að æskilegt væri að færa sig nær norræna módelinu. Það væri sameiginlegur grunnur. Vandinn væri hins vegar sá að of margir væru þeirrar skoðunar í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður að fyrst yrðu þeir að fá ákveðna leiðréttingu áður en hægt væri að stíga skref í þessa átt. „Ef menn ætla að ganga þá braut til enda þá er það eins og langavitleysa, það mun aldrei verða búið að ganga frá síðustu leiðréttingunni. Aldrei. Við þurfum að tala um þetta opinskátt og viðurkenna að það sé svo eftirsóknarvert að breyta fyrirkomulaginu að einhvers staðar verði að gefa eitthvað eftir.“

Tilgangur efnahagsráðs væri að vera samráðsvettvangur þar sem komist yrði sameiginlega að niðurstöðu um það svigrúm sem væri til staðar. „Ég sé fyrir mér gjörbreytt fyrirkomulag á störfum ríkissáttasemjara í framtíðinni, að hann hafi skýrara hlutverk, að honum sé til dæmis ætlað að fylgja þessu merki og hafi ekkert umboð til að fara út fyrir það þegar það hefur verið fundið. Við þurfum að finna lausnir á því misvægi sem er á milli réttinda á opinberra markaðnum og almenna markaðnum.“

Eitt af því sem stefna ætti að í framtíðinni væri að opinberi geirinn hefði einhvers konar launaþróunartryggingu. „Það hefur verið eitt af vandamálunum sem við höfum glímt við að launaskriðið hefur fyrst og fremst verið á almenna markaðnum og opinberir starfsmenn hafa viljað semja sig fram fyrir launaskriðið á almenna markaðnum í hvert og eitt sinn.“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

Hefði áhrif á 10 þúsund á dag

15:32 Samtök ferðaþjónustunnar hvetja samningsaðila í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Meira »

Mislæg gatnamót tekin í notkun

15:11 Klippt var á borða og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar formlega tekin í notkun skömmu eftir hádegi í dag. Meira »

Nýjar reglur um drónaflug

15:09 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett nýja reglugerð um starfrækslu dróna, eða starfrækslu fjarstýrðra loftfara, eins og það er kallað í reglugerðinni. Á hún að tryggja flugöryggi og öryggi og réttindi borgaranna. Meira »

Isavia mun aðstoða Icelandair

14:50 Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, segir fyrirtækið fylgjast grannt með kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair. Meira »

Engar vísbendingar komið fram

14:48 Lögregla er engu nær í að upplýsa árás þegar ráðist var á 10 ára stúlku í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlk­an náði að sleppa en talið er að ger­and­inn sé pilt­ur á aldr­in­um 17-19 ára. Meira »

„Einn af þessum litningagöllum í kerfinu“

14:21 Faðir fatlaðs pilts gagnrýnir að velferðarsvið Reykjavíkurborgar taki ekki við umsóknum um framtíðarbúsetu fyrr en börnin verða átján ára. „Þetta er einn af þessum litningagöllum í kerfinu,“ segir Skarphéðinn Erlingsson. Meira »

Skora á ráðherra að bregðast við

14:13 Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp. Í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er litið framhjá heilbrigðisstofnuninni og í staðinn sett 20 milljóna króna hagræðingarkrafa á hana. Meira »

Dómur í sama máli sama dag 2 árum síðar

14:16 Nákvæmlega tveimur árum eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stím-málinu svokallaða verður aftur kveðinn upp dómur í málinu eftir seinni umferð þess hjá héraðsdómi. Hittir svo á að í bæði skiptin var dómur kveðinn upp 21. desember. Í fyrra skiptið árið 2015, en núna árið 2017. Meira »

„Þetta eru mikil vonbrigði“

13:52 Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að það séu mikil vonbrigði að það fjármagn sem sé eyrnamerkt sjúkrahúsinu í fjárlagafrumvarpinu sé óbreytt upphæð frá frumvarpinu sem var lagt fram í haust, eða 47 milljónir kr. Meira »

Búið að ákæra vegna morðsins á Sanitu

13:46 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru vegna morðsins á Sanitu Braune, 44 ára gamalli konu frá Lettalandi sem myrt var á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur 21. september. Maður sem grunaður er um að hafa orðið Braune að bana hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann er ákærður fyrir manndráp. Meira »

Krefjast áframhaldandi varðhalds

13:26 Lögregla mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa stungið tvo albanska pilta, annan til ólífis, á Austurvelli aðfaranótt 3. desember. Núverandi varðhald yfir honum rennur út í dag. Meira »

Sekt Securitas lækkuð um 40 milljónir

13:15 Samkeppniseftirlitið hefur lækkað sekt Securitas vegna brota á samkeppnislögum úr 80 milljónum í 40 milljónir. Fólust brot Securitas í því að því að fyrirtækið gerði einkakaupasamninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn og máttu þeir ekki eiga í viðskiptum við önnur fyrirtæki í 3 ár. Meira »

Innkalla ís frá Valdísi

13:08 Emmess ís hefur innkallað Valdís með jarðarberja- og ostakökubragði í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna gruns um mögulegt kólígerlasmit. Meira »

WOW air fjölgar ekki flugferðum

12:23 Flugáætlanir WOW air munu haldast óbreyttar fram að mögulegu verkfalli flugvirkja hjá Icelandair á sunnudaginn.  Meira »

Skarphéðinn skipaður ferðamálastjóri

12:09 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, hefur skipað Skarphéðin Berg Steinarsson í embætti ferðamálastjóra til fimm ára frá 1. janúar nk. Meira »

Ráðherra samþykkti tillögu Geðhjálpar

12:57 Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu Geðhjálpar um að setja á laggirnar starfshóp til að meta kosti þess að færa svokallaðar fyrirframgefnar tilskipanir (Advance Directives) fólks með geðrænan vanda inn í íslenska löggjöf. Meira »

Grænir skátar bætast í hópinn

12:16 Grænir skátar hafa nú slegist í hóp þeirra fyrirtækja sem standa fyrir endurvinnsluátaki á áli í sprittkertum, og nú má almenningur skila álinu í 120 móttökugáma Grænna skáta á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Hvar eru skattalækkanir?

12:07 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hvar skattar verði lækkaðir í fjárlagafrumvarpinu. Hann óskaði jafnframt eftir að fá að vita hvar áherslur Sjálfstæðisflokks væru að finna í fjárlagafrumvarpinu sem hann sagði vera meira litað af áherslum Vinstri grænna sem stýrðu för. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Rexton 2016. Á frábæru verði 3,990,000-
Vorum að fá inn SSangyong Rexton 2016 ekinn 50þús km, sjálfskiptur. Bíll byggðu...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
VW TOUAREG
VW TOUAREG ÁRG. 2004, GYLLTUR, TVEIR EIGENDUR, LJÓST LEÐUR, V8 SJÁLFSK., EK. 142...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...