„Lögbundin heimild til að valda skaða“

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Verkföll grafa undan öryggi og lífsgæðum deilenda en jafnframt samfélaginu í heild. Verkföll eru í raun lögbundin heimild til þess að valda þriðja aðila skaða. Þegar slík heimild er til staðar er mikilvægt að líka sé til staðar ferli sem minnkar líkurnar á því að til verkfalla komi, þannig að hægt sé að stilla saman þessa strengi áður en til slíks þarf að koma.“

Þerra sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Hann fagnaði þeim orðum Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á þingi í morgun að vinnumarkaðsmódelið sem notast hefði verið við hér á landi til þessa væri í raun að hruni komið og að taka þyrfti upp nýtt fyrirkomulag að norrænni fyrirmynd. Jón rifjaði upp að fyrir tveimur árum hafi verið samstaða með stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins í þessum efnum og vinna hefði verið hafin í tengslum við það. Spurði Jón ráðherann hvort frumvarp í þessa veru væri væntanlegt inn í þingið.

„Það má segja að fyrstu skrefin hafi með formlegum hætti verið stigin með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir nokkrum dögum. Þar opnuðum við á það að hefja samstarf um efnahagsráð og við horfum til þess sem fyrsta merkisins um að hreyfing sé að komast á þessa hluti. En á endanum verður þetta að vera samstarfsverkefni. Þetta er samstarfsverkefni stjórnvalda, og þá á ég við ríki og sveitarfélög, og aðila vinnumarkaðarins, þeirra stéttarfélaga sem þar eru starfandi og vinnuveitenda,“ sagði Bjarni.

Gerbreytt hlutverk ríkissáttasemjara

Það jákvæða við stöðuna í dag væri það að samstaða virtist vera um að æskilegt væri að færa sig nær norræna módelinu. Það væri sameiginlegur grunnur. Vandinn væri hins vegar sá að of margir væru þeirrar skoðunar í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður að fyrst yrðu þeir að fá ákveðna leiðréttingu áður en hægt væri að stíga skref í þessa átt. „Ef menn ætla að ganga þá braut til enda þá er það eins og langavitleysa, það mun aldrei verða búið að ganga frá síðustu leiðréttingunni. Aldrei. Við þurfum að tala um þetta opinskátt og viðurkenna að það sé svo eftirsóknarvert að breyta fyrirkomulaginu að einhvers staðar verði að gefa eitthvað eftir.“

Tilgangur efnahagsráðs væri að vera samráðsvettvangur þar sem komist yrði sameiginlega að niðurstöðu um það svigrúm sem væri til staðar. „Ég sé fyrir mér gjörbreytt fyrirkomulag á störfum ríkissáttasemjara í framtíðinni, að hann hafi skýrara hlutverk, að honum sé til dæmis ætlað að fylgja þessu merki og hafi ekkert umboð til að fara út fyrir það þegar það hefur verið fundið. Við þurfum að finna lausnir á því misvægi sem er á milli réttinda á opinberra markaðnum og almenna markaðnum.“

Eitt af því sem stefna ætti að í framtíðinni væri að opinberi geirinn hefði einhvers konar launaþróunartryggingu. „Það hefur verið eitt af vandamálunum sem við höfum glímt við að launaskriðið hefur fyrst og fremst verið á almenna markaðnum og opinberir starfsmenn hafa viljað semja sig fram fyrir launaskriðið á almenna markaðnum í hvert og eitt sinn.“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »

Guðni tók sjálfu í Hollandi

07:18 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hitti kvennalandsliðið í knattspyrnu í Hollandi þar sem hann er staddur á EM með fjölskyldu sinni. Hann segist á þeim fundi hafa kynnst þeirri samheldni, ákveðni bjartsýni og fagmennsku sem einkenni hópinn. Meira »

Tóku vörur án þess að borga

06:52 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt menn sem höfðu komið inn í Nettó á Fiskislóð rétt eftir miðnætti og tekið þar ófrjálsri hendi innkaupakerru fulla af vörum. Meira »

24 stiga hiti í suðlægum áttum

07:10 Áfram eru það Norðlendingar og ferðamenn á Norðausturlandi sem fá úthlutað besta veðrinu. Í dag verður bjart að mestu norðan heiða og hiti allt að 24 stigum. Annars staðar á landinu verður skýjað að mestu með dálítilli vætu og heldur svalara í veðri. Meira »

Góð makrílveiði suðaustur af landinu

05:30 Góð makrílveiði hefur verið á miðunum suðaustur af landinu. Víkingur AK var væntanlegur til Vopnafjarðar seint í gærkvöldi með rétt tæplega 600 tonn af makríl, segir á vef HB Granda. Meira »

Tafirnar kosta mikið fé

05:30 Fyrirhugað glæsihótel í Landssímahúsinu við Austurvöll verður í fyrsta lagi opnað rúmu ári á eftir áætlun. Heimildarmaður blaðsins, sem þekkir til Landssímareitsins, segir vanhæfni í borgarkerfinu skýra tafir. Meira »

Deilur um afhendingu Staðastaðar

05:30 Deilur standa á milli fyrrverandi sóknarprests á Staðastað, séra Páls Ágústs Ólafssonar, og kirkjuráðs. Snúast deilurnar um hvenær Páli sé skylt að afhenda prestsbústaðinn. Meira »

Nýbygging við Perluna hýsir stjörnuver

05:30 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna Perlunnar hefur verið auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar.  Meira »

Kviknaði í tveimur bílum við Vog

05:30 Kveikt var í bíl í gær sem stóð utan við sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglan hefur ákveðinn einstakling grunaðan um athæfið, en sá stakk af frá vettvangi. Hans var leitað í gær. Meira »

Vinnulag um miðlun upplýsinga

05:30 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, mun halda sama skipulagi varðandi veitingu upplýsinga af afbrotum á Þjóðhátíð og verið hefur síðustu ár. Meira »

Dagskrá hefst á Ingólfstorgi klukkan 15

Í gær, 23:59 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar sinn annan leik í lokakeppni EM í Hollandi á morgun, laugardag, þegar liðið mætir Sviss. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á EM-torginu við Ingólfstorg. Meira »

Vilja leyfa 100 þúsund tonn á ári

05:30 Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju PCC Bakka Silicon hf. gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki. Meira »

Kannabismold á víðavangi

05:30 „Ég hélt að þetta væri eftir einhvern garðyrkjumann en fannst skrýtið lagið á pottunum sem þetta var ræktað í,“ segir Arnar H. Gestsson, annar eigandi jarðarinnar Miðdals 1 í Kjós. Meira »

Allt að 24 stiga hiti

Í gær, 23:41 Vaxandi suðaustanátt verður á morgun, 8-15 metrar á sekúndu seinnipartinn. Hvassast verður við suðvesturströndina og á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem búast má við snörpum hviðum. Meira »
Fjölskylda óskar eftir 4+herb íbúð
Fimm manna fjölskylda frá Akureyri bráð vantar 4+ herb íbúð á höfuðborgarsvæðinu...
Flísar og Fúga
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna. Vönduð vinnubrögð og áratug...
EZ Detect prófið fyrir ristilkrabbameini
Ez Detect prófblað er hent í salernið eftir hægðir. Ósýnilegt blóð veldur ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...