4 af hverjum 10 í gistiskýlinu pólskir

Gistiskýlið við Lindargötu.
Gistiskýlið við Lindargötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórir af hverjum tíu sem sækja gistiskýlið við Lindargötu eru pólskumælandi. Þetta kemur fram í frétt í Reykjavík - vikublaði í dag.

Í fréttinni segir að gistiskýlið sé stærsta einstaka úrræðið fyrir utangarðsfólk í borginni. Markmiðið sé að veita húsnæðislausum karlmönnum næturgistingu. Þar fái karlarnir ráðgjöf og stuðning til að breyta aðstæðum sínum. Þá fái þeir aðstoð félagsráðgjafa á þjónustumiðstöð, ef þeir leita oft í skýlið eins og segir í Reykjavík - vikublaði.

20 manns geta sofið í skýlinu segir í frétt borgarinnar, en hægt sé að fjölga rúmum ef þarf. Átta starfsmenn gangi þarna vaktir auk forstöðumanns. Einn þeirra talar bæði pólsku og íslensku segir í frétt borgarinnar. Þetta skipti máli þar sem 40 prósent skjólstæðinga nú um stundir séu pólskumælandi.

Nánar í frétt Reykjavík - vikublað

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert