Pólitísk bellibrögð?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist í Facebook-færslu sem hann birti í dag, ekki hefðu trúað því að formaður eins stjórnmálaflokks og þingflokksformaður annars myndu leggjast svo lágt að reyna að nýta sér hótanir í garð ættingja sinna í pólitískum tilgangi.

Sigmundur á þarna líklega við Birgittu Jónsdóttur og Róbert Marshall, þar sem hann vísar seinna í færslunni til þingmanna Pírata og Bjartrar framtíðar.

Sigmundur segir m.a.: „Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi að taka undir textann í hótunarbréfinu og dylgja þannig um leið um venslafólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það er ljóst að þessir þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar eru reiðubúnir að innleiða nýja tegund af lágkúru í íslensk stjórnmál og tal þeirra um nýja og betri stjórnmálamenningu reyndist ekki annað en öfugmæli.“

Þá ítrekar hann að hann hafi ekki átt neina aðkomu að eigendaskiptum á DV.

Jóhanna María Sigmundsdóttir flutti frábæra ræðu á Alþingi í gær þar sem hún benti meðal annars á hversu óheillavænlegt ...

Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, 6 June 2015



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert