Bjó í Leifsstöð í viku

Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Lögreglan á Suðurnesjum hafði aðfararnótt sunnudagsins afskipti af erlendri konu sem hafði dvalið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sjö daga.

Grunur vaknaði um að konan byggi í flugstöðinni þar sem hún kom daglega í verslun í henni og keypti sér kók og banana. Í viðtali við lögreglumenn viðurkenndi hún að hafa dvalið í flugstöðinni í ofangreindan tíma. Henni var tjáð að flugstöðin væri ekki ætluð til búsetu og að hún hefði dvalið of lengi á Schengen-svæðinu. Hún framvísaði bandarísku vegabréfi, en þvertók fyrir að halda aftur til síns heima. Niðurstaðan varð sú að hún bókaði miða til Edinborgar og hélt þangað í gærkvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert