Fögnuðu uppbyggingu á Bakka

Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður VG.
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Styrmir Kári

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, fagnaði því á Alþingi í dag að öllum fyrirvörum hafi verið aflétt í raforkusölusamningi vegna sölu á rafmagni til kísilmálmverksmiðju sem til stendur að reisa á Bakka við Húsavík.

Bjarkey minnti á að framkvæmdirnar og síðan rekstur verksmiðjunnar yrði mikil bót fyrir svæði sem verið hafi í vörn í atvinnumálum. Ákvörðunin væri því mjög jákvæð frá byggðalegu sjónarmiði. Gert væri ráð fyrir að framkvæmdirnar sköpuðu 400 störf og verksmiðjan 120 störf til framtíðar.

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, og Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stigu einnig í ræðustól þingsins og fögnuðu ákvörðuninni.

Frétt mbl.is: Fyrirvörum aflétt í raforkusölusamningi við PCC BakkiSilicon

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert