Póstur fannst í Gufuneskirkjugarði

mbl.is/Eggert

Í gær fékk Íslandspóstur ábendingu um að póstur hefði fundist í Gufuneskirkjugarði. Starfsmaður var þegar í stað sendur á vettvang og fann þar þrjá poka með sendingum sem póstlagðar höfðu verið í maí og júní 2015.

Málið var tilkynnt til lögreglu og stendur rannsókn nú yfir, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti.

Póstinum átti að dreifa í póstnúmerum 110, 112, 113 og 270 og er þetta lítill hluti þess pósts sem dreifa átti í þessum póstnúmerum á tímabilinu. Honum verður komið til skila til móttakenda á næstu dögum.

 Íslandspóstur biður alla hlutaðeigandi afsökunar á atvikinu en getur ekki tjáð sig frekar um málið sem nú er í höndum lögreglu til frekari rannsóknar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert