Ferðamenn skilja eftir sig minnisvarða í Þingvallaþjóðgarði

Síðustu ár hafa steinvörður sprottið upp víða í nágrenni Þingvalla og skipta þær nú hundruðum, ef ekki þúsundum.

Að sögn Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar eru vörðurnar að mestu utan þjóðgarðsmarka en teygja sig líka inn í garðinn.

„Fólk hefur stansað á útsýnisstöðum og þarna hleður það vörður. Þessi ósiður smitast inn í þjóðgarðinn og við höfum töluverðan starfa við það að fella niður misstórar grjóthrúgur,“ segir Ólafur, en vörðugerð er ekki leyfð innan marka þjóðgarðsins. Hann bætir við að töluvert beri á því að hlaðið sé ofan á fornar vörður innan þjóðgarðsmarka. „Fornu vörðurnar eru auðvitað hluti af sögulegu menningarlandslagi Þingvalla,“ segir Ólafur. Viðbætur við þær séu ekki leyfilegar og merkingar séu á Þingvöllum þess efnis.

Töluvert hefur borið á nýjum vörðuhleðslum víða um land með stórauknum straumi ferðamanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert