Fiskistofnar í góðu ástandi

Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sagði á blaðamannafundi í hádeginu í dag að óhætt væri að segja að ástand flestra mikilvægustu nytjastofnana við landið væri vel viðunandi. Þeir væru í frekar góðu horfi, heilt yfir.

Samkvæmt aflagreglu stofnunarinnar leggur hún til að þorskafli verði 239 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Það er aukning um 23 þúsund tonn frá aflamarki yfirstandandi fiskveiðiárs og hæsta aflamarkið á þessari öld. Jóhann sagði að þessa aukning, í þorskinum. væri mikilvægust. Benti hann meðal annars á að árgangur 2014 í þorskinum væri nokkuð yfir meðallagi og lofaði því góðu.

Jóhann sagði að ráðgjöfin um uppsjávarfiskistofna, svo sem norsk-íslenska síld, kolmunna og makríl, myndi ekki liggja fyrir fyrr en í haust. Hann benti þó á að heildarmassi makríls og kolmunna hefðu farið vaxandi seinustu ár og stofnanir sterkir. Enn væri þó óljóst hvort makríllinn skilaði sér hingað við strendur í sumar.

Hér að neðan er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hvað varðar nokkar aðrar tegundir:

Ýsa – núverandi aflamark 30.400 tonn – ráðgjöf 36.400 tonn

Ufsi - núverandi aflamark 58.000 tonn - ráðgjöf 55.000 tonn

Gullkarfi - núverandi aflamark 45.600 tonn – ráðgjöf 51.000 tonn

Grálúða - núverandi aflamark 25.000 tonn - ráðgjöf 22.000 tonn

Steinbítur – núverandi aflamark 7.500 tonn - ráðgjöf 8.200 tonn

Síld - núverandi aflamark 82.000 tonn - ráðgjöf 71.000 tonn

Langa - núverandi aflamark 13.800 tonn - ráðgjöf 16.200 tonn

Humar - núverandi aflarmak 1.650 tonn - ráðgjöf 1.500 tonn

Fréttir mbl.is:

Nýliðun hlýsjávarstofna minnkað

Hæsta afla­mark á þess­ari öld

Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert