„Hvar er kjarkurinn?“

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gærkvöldi.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

„Hræsni stjórnarandstöðunnar er það sem stendur upp úr og hefur alltaf gert,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, háum rómi í umræðum um lagasetningu á verkfallsaðgerðir á Alþingi. Dró hann viðbrögð fyrri stjórnar við Icesave, glímu við kröfuhafa og lög á verkfall flugvirkja inn í umræðuna.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa deilt hart á frumvarp ríkisstjórnarinnar um að banna verkfallsaðgerðir BHM og hjúkrunarfræðinga eftir að þingfundur hófst kl. 13:30. Sökuðu einhverjir þeirra ríkisstjórnina um kjarkleysi í málinu.

Gunnar Bragi brást ókvæða við gagnrýni þeirra og rifjaði upp tíð síðustu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Hún hafi sett lög á verkfall flugvirkja og ekki talað um hroka og vanvirðingu þá eins og hún gerði nú.

„Svo tala menn um kjarkleysi hér. Hver var það sem þorði að standa uppi í hárinu á kröfuhöfunum? Ekki háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson? Hver var það sem þorði að taka á Icesave? Ekki háttvirtur þingmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Og hver þorði að lækka lán heimilanna? Ekki Samfylking og ekki Vinstri græn. Hvar er kjarkurinn? Hvar er kjarkurinn, ha? Hræsni stjórnarandstöðunnar er það sem stendur upp úr og hefur alltaf gert,“ sagði Gunnar Bragi við lítinn fögnuð stjórnarandstæðinga í þingsalnum.

Hér má hlusta á ræðu Gunnars Braga

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert