„Eins og einhver hefði sparkað í magann á mér“

Guðrún Ösp heilsar Noregi, en er ekki ánægð með það.
Guðrún Ösp heilsar Noregi, en er ekki ánægð með það. mbl.is/Styrmir Kári

„Heia Norge“ var viðkvæðið á Austurvelli í dag þar sem hjúkrunarfræðingar fóru fyrir á fimmta hundrað mótmælenda úr röðum félagsmanna BHM og félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikill meirihluti mótmælandanna voru konur og enginn hörgull var á viðmælendum sem íhuga eða hafa jafnvel þegar ráðið sig í starf til Noregs.

Edda Jörundsdóttir, svæfingarhjúkrunarfræðingur hefur starfað á svæfingdeild og gjörgæslu í 15 ár en rennir nú hýrum augum til frændþjóðarinnar. 

„Ég hef unnið þar og líkar vel, fer svona einu sinni tvisvar á ári,“ segir Edda. Hún segist helst vilja búa á Íslandi áfram en að hjúkrunarfræðingum sé hreint ekki til setunnar boðið og nefnir í því samhengi að tvær af nánari vinkonum hennar innan stéttarinnar hafi flutt til Noregs á liðnum vetri. „Ég heimsótti aðra þeirra um daginn og fékk svolítið bakteríuna í mig, að taka stökkið.“

Edda segir nauðsynlegt að hækka laun hjúkrunarfræðinga til þess að þau verði samkeppnishæf á við önnur lönd ekki síst til þess að tryggja nýliðun í stéttinni.

„Ég er allavega búin að telja börnin mín af því að leggja fyrir sig hjúkrun. Eins og þetta er spennandi og skemmtilegt starf að öðru leiti þá eru launin ekki boðleg.“

Þegar þetta er skrifað stendur inni umræða á þinginu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um bann á yfirstandandi verkfall stéttarinnar. Edda, líkt og aðrir mótmælendur, er afar ósátt við þá hugmynd.

„Ég var á vaktinni þegar ég fékk fréttirnar í gær og mér leið eins og einhver hefði sparkað í magann á mér. Við erum rosalega sár og reið.“

Upp á eiginmanninn kominn árið 2015

Guðrún Ösp Theódórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til átta ára, heldur á skilti sem á stendur „Keep calm and heia Norge“. Hún er svo sannarlega rólyndisleg í fasi en undir yfirborðinu má þó greina að hún er allt annað en sátt við tilhugsunina um að flytjast úr landi.

„Það er bara ekkert annað í boði. Ég er að sækja um norskt hjúkrunarleyfi," segir hún. „Ég ákvað það þegar þeir ákváðu að setja lög á okkur. Ég fæ ekki að semja um mín laun heldur á að skikka mig til lélegra launa, ég hef ekki áhuga á því.“

„Ég er búin með 304 einingar í háskóla, ég er að klára mastersnám og ég fæ 250 þúsund kall  til að koma mat á borðið fyrir börnin mín. Ég er bundin mínu hjónabandi og því að maðurinn minn hafi tekjur. Ég er ekki til í það á Íslandi árið 2015 og það viku fyrir 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.“

„Við erum bara búin að fá nóg“

„Við erum að fara til Noregs í haust, ég og maðurinn minn og þrjú börn,“ segir Sylvia Latham sem bankar taktfast í bekken á milli þess sem hún ræðir við blaðamann. „Við getum ekki framfleytt okkur lengur á þeim launum sem ég og maðurinn minn erum á hér.“

Sylvia er menntuð í Bretlandi og búin að vera hjúkrunarfræðingur í 15 ár. Hún sér ekki fram á fleiri launahækkanir nema hún fari í mastersnám. „Ég er ekki alveg tilbúin til að fara í mastersnám og skuldsetja mig til þess að fá einhverja 5.000 króna launahækkun. Manni heyrist það að allir hjúkrunarfræðingar Íslands, 2.000 talsins geti fengið vinnu úti, svo nú er bara að kýla á það.“

Hún segir ákvörðunina um að fara til Noregs hafa verið tekna í febrúar og að atburðarrásin hafi verið hröð en að þau hafi engu að tapa. „Okkur langar bara til að geta eytt meiri tíma með börnunum okkar, þurfa ekki að vinna allan sólarhringinn alla daga ársins, alla rauða daga. Við erum bara búin að fá nóg.“

Sylvia segir ákvörðunina að fara út bæði hafa verið erfiða og ekki en að eftir daginn í dag sé alveg ljóst að þau séu á leiðinni út. „Það er ekkert annað í boði.“

Sylvia Latham hefur þegar ráðið sig í vinnu í Noregi.
Sylvia Latham hefur þegar ráðið sig í vinnu í Noregi. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í íbúðarhúsi á Hnífsdal

Í gær, 23:55 Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Hnífsdal á Vestfjörðum um áttaleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði er búið að slökkva eldinn, en en mikill reykur myndaðist. Einn var á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Meira »

Skora á borgina að borga skólagögnin

Í gær, 23:47 Foreldrafélög grunnskóla í Breiðholti skora á Reykjavíkurborg að afla nemendum borgarinnar skólagagna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var borgarstjóra og borgarfulltrúum nú í kvöld. Meira »

Smíði Viðeyjar RE miðar vel

Í gær, 23:33 „Þessu miðar ágætlega hjá okkur og við erum að miða við að skipið verði komið heim fyrir jól. Það er að styttast í prufukeyrslu á vélbúnaði og verður ljósavélum startað í vikunni.“ Þetta segir Þórarinn Sigurbjörnssyni, skipaeftirlitsmaður HB Granda á vef Granda í dag. Meira »

Stöðvuðu 20 fyrir of hraðan akstur

Í gær, 23:13 Lögreglan á Austurlandi hefur undanfarna tvo daga stöðvað rúmlega 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá þeirra sem hraðast ók var tekin á 134 km hraða í Skriðdalnum á leið sinni til Egilsstaða um kaffileytið í dag. Meira »

Sækja bætur vegna seinkunarinnar

Í gær, 21:53 Farþegar Primera Air sem lentu í eins og hálfs sólarhrings seinkun á flugi frá Tenerife á Kanaríeyjum um helgina hyggjast sækja bætur vegna seinkunarinnar. Lentu margir farþeganna í fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, en vélin, sem átti að lenda seinnipart laugardags, lenti klukkan 4 í morgun. Meira »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

Í gær, 21:30 „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Gæsaveiðitímabilið hafið

Í gær, 20:21 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og nú má skjóta bæði grágæs og heiðargæs. Indriði R. Grétarsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir veiðarnar fara rólega af stað. Hann segir stofnana í stærra lagi og þá sér í lagi heiðargæsastofninn. Meira »

Bílvelta á Kjalvegi

Í gær, 20:34 Bílvelta varð á Kjalveginum laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir erlendir ferðamenn í bílnum er hann valt við Bláfellsháls á Kjalveginum og endaði á toppnum. Meira »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

Í gær, 19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

Í gær, 19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

Í gær, 19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

Í gær, 19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

Í gær, 18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

Í gær, 18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

Í gær, 17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

Í gær, 18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Komið verði til móts við bændur

Í gær, 17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

Í gær, 17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
Einn eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 74.000 km. 5 gíra, bensín, ný dekk, nýjar...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...