„Eins og einhver hefði sparkað í magann á mér“

Guðrún Ösp heilsar Noregi, en er ekki ánægð með það.
Guðrún Ösp heilsar Noregi, en er ekki ánægð með það. mbl.is/Styrmir Kári

„Heia Norge“ var viðkvæðið á Austurvelli í dag þar sem hjúkrunarfræðingar fóru fyrir á fimmta hundrað mótmælenda úr röðum félagsmanna BHM og félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikill meirihluti mótmælandanna voru konur og enginn hörgull var á viðmælendum sem íhuga eða hafa jafnvel þegar ráðið sig í starf til Noregs.

Edda Jörundsdóttir, svæfingarhjúkrunarfræðingur hefur starfað á svæfingdeild og gjörgæslu í 15 ár en rennir nú hýrum augum til frændþjóðarinnar. 

„Ég hef unnið þar og líkar vel, fer svona einu sinni tvisvar á ári,“ segir Edda. Hún segist helst vilja búa á Íslandi áfram en að hjúkrunarfræðingum sé hreint ekki til setunnar boðið og nefnir í því samhengi að tvær af nánari vinkonum hennar innan stéttarinnar hafi flutt til Noregs á liðnum vetri. „Ég heimsótti aðra þeirra um daginn og fékk svolítið bakteríuna í mig, að taka stökkið.“

Edda segir nauðsynlegt að hækka laun hjúkrunarfræðinga til þess að þau verði samkeppnishæf á við önnur lönd ekki síst til þess að tryggja nýliðun í stéttinni.

„Ég er allavega búin að telja börnin mín af því að leggja fyrir sig hjúkrun. Eins og þetta er spennandi og skemmtilegt starf að öðru leiti þá eru launin ekki boðleg.“

Þegar þetta er skrifað stendur inni umræða á þinginu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um bann á yfirstandandi verkfall stéttarinnar. Edda, líkt og aðrir mótmælendur, er afar ósátt við þá hugmynd.

„Ég var á vaktinni þegar ég fékk fréttirnar í gær og mér leið eins og einhver hefði sparkað í magann á mér. Við erum rosalega sár og reið.“

Upp á eiginmanninn kominn árið 2015

Guðrún Ösp Theódórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til átta ára, heldur á skilti sem á stendur „Keep calm and heia Norge“. Hún er svo sannarlega rólyndisleg í fasi en undir yfirborðinu má þó greina að hún er allt annað en sátt við tilhugsunina um að flytjast úr landi.

„Það er bara ekkert annað í boði. Ég er að sækja um norskt hjúkrunarleyfi," segir hún. „Ég ákvað það þegar þeir ákváðu að setja lög á okkur. Ég fæ ekki að semja um mín laun heldur á að skikka mig til lélegra launa, ég hef ekki áhuga á því.“

„Ég er búin með 304 einingar í háskóla, ég er að klára mastersnám og ég fæ 250 þúsund kall  til að koma mat á borðið fyrir börnin mín. Ég er bundin mínu hjónabandi og því að maðurinn minn hafi tekjur. Ég er ekki til í það á Íslandi árið 2015 og það viku fyrir 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.“

„Við erum bara búin að fá nóg“

„Við erum að fara til Noregs í haust, ég og maðurinn minn og þrjú börn,“ segir Sylvia Latham sem bankar taktfast í bekken á milli þess sem hún ræðir við blaðamann. „Við getum ekki framfleytt okkur lengur á þeim launum sem ég og maðurinn minn erum á hér.“

Sylvia er menntuð í Bretlandi og búin að vera hjúkrunarfræðingur í 15 ár. Hún sér ekki fram á fleiri launahækkanir nema hún fari í mastersnám. „Ég er ekki alveg tilbúin til að fara í mastersnám og skuldsetja mig til þess að fá einhverja 5.000 króna launahækkun. Manni heyrist það að allir hjúkrunarfræðingar Íslands, 2.000 talsins geti fengið vinnu úti, svo nú er bara að kýla á það.“

Hún segir ákvörðunina um að fara til Noregs hafa verið tekna í febrúar og að atburðarrásin hafi verið hröð en að þau hafi engu að tapa. „Okkur langar bara til að geta eytt meiri tíma með börnunum okkar, þurfa ekki að vinna allan sólarhringinn alla daga ársins, alla rauða daga. Við erum bara búin að fá nóg.“

Sylvia segir ákvörðunina að fara út bæði hafa verið erfiða og ekki en að eftir daginn í dag sé alveg ljóst að þau séu á leiðinni út. „Það er ekkert annað í boði.“

Sylvia Latham hefur þegar ráðið sig í vinnu í Noregi.
Sylvia Latham hefur þegar ráðið sig í vinnu í Noregi. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Hver veit hvenær þeir koma loks heim“

Í gær, 22:50 Ingi Freyr Sveinbjörnsson er nú strandaglópur í Stokkhólmi í Svíþjóð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Hann og félagi hans, Ísak Andri, eiga að baki langt ferðalag frá Suður-Kóreu þar sem þeir voru að kynna Sled Dogs-snjóskauta. Meira »

Hver klukkustund telur

Í gær, 22:21 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi verkfalli flugvirkja Icelandair. Meira »

Samningar ekki í sjónmáli

Í gær, 21:59 „Við eigum eftir að sitja hérna fram á kvöld og nótt geri ég ráð fyrir,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, í samtali við mbl.is. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja og Icelandair hefur staðið yfir síðan klukkan fimm í dag. Meira »

Fólk komist leiðar sinnar í fyrramálið

Í gær, 21:01 Von er á því að allir strandaglópar dagsins í dag komist í áttina til áfangastaðar í fyrramálið. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. Að hans sögn hefur fólkinu fækkað töluvert í flugstöðinni frá því í dag. Meira »

Segir flugvirkja Icelandair sjálfselska

Í gær, 19:52 Icelandair er orð sem mikið er notað er á Twitter í dag. Margir þeirra farþega sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna verkfalls flugvirkja, sem hófst klukkan sex í morgun, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í dag. Meira »

Eldur í bifreið í Kópavogi

Í gær, 19:44 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið á Arnarnesvegi í Kópavogi um klukkan 19:10 í kvöld. Engin slys urðu á fólki og búið er að slökkva eldinn. Meira »

Minntust Klevis við Tjörnina

Í gær, 18:20 Um hundrað manns komu saman við Tjörnina í Reykjavík í dag og kveiktu á kerti til að minnast Klevis Sula, sem lést 8. desember síðastliðinn í kjölfar hnífstunguárásar í miðbæ Reykjavíkur. Klevis fæddist hinn 31. mars 1997 og var því tvítugur þegar hann lést. Meira »

Völd og kynlíf í ljósi #metoo

Í gær, 19:35 Íslensk vinnustaðamenning og í raun þjóðfélagið í heild sinni er litað af hegðun sem stjórnast af kvenfyrirlitningu, það er erfitt að finna annað orð sem nær utan um hegðunina sem hver hópurinn af öðrum hefur stigið fram og lýst á undanförnum vikum. mbl.is ræddi við nokkra karla um metoo-byltinguna. Meira »

„Þeirra er ábyrgðin“

Í gær, 17:37 Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir hjákátlegt að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vara við því að flugvirkjar fái 20 prósenta launahækkun því þá muni allt fara á hliðina. Meira »

„Þú vildir þetta, þú veist það“

Í gær, 17:23 Karlmaður var á föstudag fundinn sekur um að hafa nauðgað stúlku á heimili hennar árið 2016. Hvorugt þeirra hafði náð 18 ára aldri á þeim tíma. Var hann dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi ásamt því að greiða henni 1,5 milljónir í miskabætur. Meira »

Gríðarlegur fjöldi bíður svara

Í gær, 16:20 Gríðarlegur fjöldi fólks bíður nú eftir afgreiðslu á söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Isavia hefur kallað út aukamannskap til þess að reyna að sinna fólkinu sem bíður þess að fá svör frá Icelandair. Meira »

Var sagt að redda sér sjálf

Í gær, 16:05 Hljómsveitin amiina og fjölskyldumeðlimir þeirra eru strand í München eftir að flugi þeirra var aflýst vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair. María Huld Markan Sigfúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar, segir Icelandair hafa fullvissað sveitina um að þau þyrftu ekki að taka flug fyrr. Meira »

Boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara

Í gær, 15:48 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair munu hittast á ný á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag, en samninganefndirnar funduðu til klukkan þrjú í nótt, þegar upp úr viðræðunum slitnaði. Verkfall flugvirkja hófst klukkan sex í morgun. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

Í gær, 13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

Í gær, 11:51 100 milljarðar í innviðauppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar munu skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

Í gær, 15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

Í gær, 11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

Í gær, 11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
VW Tiguan 2014 til sölu
Ekinn 65.000, diesel, sjálfskiptur. Innfellanleg dráttarkúla. Verð 3,6 milljónir...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...