„Eins og einhver hefði sparkað í magann á mér“

Guðrún Ösp heilsar Noregi, en er ekki ánægð með það.
Guðrún Ösp heilsar Noregi, en er ekki ánægð með það. mbl.is/Styrmir Kári

„Heia Norge“ var viðkvæðið á Austurvelli í dag þar sem hjúkrunarfræðingar fóru fyrir á fimmta hundrað mótmælenda úr röðum félagsmanna BHM og félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikill meirihluti mótmælandanna voru konur og enginn hörgull var á viðmælendum sem íhuga eða hafa jafnvel þegar ráðið sig í starf til Noregs.

Edda Jörundsdóttir, svæfingarhjúkrunarfræðingur hefur starfað á svæfingdeild og gjörgæslu í 15 ár en rennir nú hýrum augum til frændþjóðarinnar. 

„Ég hef unnið þar og líkar vel, fer svona einu sinni tvisvar á ári,“ segir Edda. Hún segist helst vilja búa á Íslandi áfram en að hjúkrunarfræðingum sé hreint ekki til setunnar boðið og nefnir í því samhengi að tvær af nánari vinkonum hennar innan stéttarinnar hafi flutt til Noregs á liðnum vetri. „Ég heimsótti aðra þeirra um daginn og fékk svolítið bakteríuna í mig, að taka stökkið.“

Edda segir nauðsynlegt að hækka laun hjúkrunarfræðinga til þess að þau verði samkeppnishæf á við önnur lönd ekki síst til þess að tryggja nýliðun í stéttinni.

„Ég er allavega búin að telja börnin mín af því að leggja fyrir sig hjúkrun. Eins og þetta er spennandi og skemmtilegt starf að öðru leiti þá eru launin ekki boðleg.“

Þegar þetta er skrifað stendur inni umræða á þinginu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um bann á yfirstandandi verkfall stéttarinnar. Edda, líkt og aðrir mótmælendur, er afar ósátt við þá hugmynd.

„Ég var á vaktinni þegar ég fékk fréttirnar í gær og mér leið eins og einhver hefði sparkað í magann á mér. Við erum rosalega sár og reið.“

Upp á eiginmanninn kominn árið 2015

Guðrún Ösp Theódórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til átta ára, heldur á skilti sem á stendur „Keep calm and heia Norge“. Hún er svo sannarlega rólyndisleg í fasi en undir yfirborðinu má þó greina að hún er allt annað en sátt við tilhugsunina um að flytjast úr landi.

„Það er bara ekkert annað í boði. Ég er að sækja um norskt hjúkrunarleyfi," segir hún. „Ég ákvað það þegar þeir ákváðu að setja lög á okkur. Ég fæ ekki að semja um mín laun heldur á að skikka mig til lélegra launa, ég hef ekki áhuga á því.“

„Ég er búin með 304 einingar í háskóla, ég er að klára mastersnám og ég fæ 250 þúsund kall  til að koma mat á borðið fyrir börnin mín. Ég er bundin mínu hjónabandi og því að maðurinn minn hafi tekjur. Ég er ekki til í það á Íslandi árið 2015 og það viku fyrir 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.“

„Við erum bara búin að fá nóg“

„Við erum að fara til Noregs í haust, ég og maðurinn minn og þrjú börn,“ segir Sylvia Latham sem bankar taktfast í bekken á milli þess sem hún ræðir við blaðamann. „Við getum ekki framfleytt okkur lengur á þeim launum sem ég og maðurinn minn erum á hér.“

Sylvia er menntuð í Bretlandi og búin að vera hjúkrunarfræðingur í 15 ár. Hún sér ekki fram á fleiri launahækkanir nema hún fari í mastersnám. „Ég er ekki alveg tilbúin til að fara í mastersnám og skuldsetja mig til þess að fá einhverja 5.000 króna launahækkun. Manni heyrist það að allir hjúkrunarfræðingar Íslands, 2.000 talsins geti fengið vinnu úti, svo nú er bara að kýla á það.“

Hún segir ákvörðunina um að fara til Noregs hafa verið tekna í febrúar og að atburðarrásin hafi verið hröð en að þau hafi engu að tapa. „Okkur langar bara til að geta eytt meiri tíma með börnunum okkar, þurfa ekki að vinna allan sólarhringinn alla daga ársins, alla rauða daga. Við erum bara búin að fá nóg.“

Sylvia segir ákvörðunina að fara út bæði hafa verið erfiða og ekki en að eftir daginn í dag sé alveg ljóst að þau séu á leiðinni út. „Það er ekkert annað í boði.“

Sylvia Latham hefur þegar ráðið sig í vinnu í Noregi.
Sylvia Latham hefur þegar ráðið sig í vinnu í Noregi. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lokahnykkur hafnarframkvæmda

08:18 Verktakar eru að leggja lokahönd á nýtt athafna- og geymslusvæði við Húsavíkurhöfn. Er þetta lokahnykkurinn í miklum framkvæmdum sem ráðist er í vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Meira »

Hafa þrek og þor í verkefnin

08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins segir að kosningarnar í haust muni meðal annars snúast um að leysa húsnæðisvandann, einkum hjá ungu fólki sem komist ekki út úr foreldrahúsum eða af leigumarkaði vegna þess að það eigi ekki fyrir útborguninni. Meira »

Íslenskur lax fjarskyldur Evrópulaxi

07:57 Í nýrri grein sem birt var í Vísindariti Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES Journal of Marine Science, er greint frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á erfðafræði Atlantshafslax. Meira »

Boða aðgerðir í kynferðisbrotamálum

07:37 Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins leggur til víðtækar aðgerðir í lokadrögum að aðgerðaáætlun sem skilað hefur verið til dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen. Meira »

Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar

07:28 Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar í dag en óvissa er með ferðir skipsins til og frá höfninni klukkan 11 og 12.45 vegna flóðastöðu. Meira »

Grunaðir um ölvunar- og fíkniefnaakstur

07:14 Bifreið var stöðvuð í Hraunbæ um hálfeittleytið í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Meira »

Tæpar 5 milljónir fyrir kynningarrit

06:41 Reykjavíkurborg greiddi 4,8 milljónir króna fyrir kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í borginni sem var dreift í hús í vikunni. Meira »

Svört forsíða Stundarinnar

07:03 Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar er með óvenjulegu sniði í dag en hún er svört. Ástæðan er væntanlega lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin

06:28 Isavia kyrrsetti skömmu fyrir miðnætti flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum og eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

06:19 Einn maður slasaðist alvarlega í bílveltu í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Björgunarsveitir frá norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út eftir vegna manns sem hafði verið á leið til Ísafjarðar en ekkert spurst til. Bílinn fannst utan vegar í Álftafirði á ellefta tímanum. Meira »

Mikil rigning á Austfjörðum

06:10 Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum fram undir hádegi og má búast við vatnavöxtum ásamt auknum líkum á skriðuföllum. Meira »

Skoða afstöðu til gjaldtöku

05:30 Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum. „Við erum að kanna afstöðu sveitarfélaga til þess hvaða leiðir eigi að fara til að fjármagna uppbyggingu. Meira »

Óheimilt að skerða bætur

05:30 Úrskurðarnefnd velferðarmála felldi úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að skerða tekjutengd bótaréttindi ellilífeyrisþega á Íslandi vegna erlendra lífeyrissjóðsgreiðslna. Meira »

Girða fyrir svigrúm til skattalækkana

05:30 Verði kosningaloforð stjórnmálaflokkanna að veruleika verður lítið svigrúm fyrir skattalækkanir næstu ár.   Meira »

Tvær nýjar ylstrandir í Reykjavík

05:30 Stefnt er að því að ylstrandir verði búnar til við Gufunes og við Skarfaklett. Tillaga borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur um að kanna möguleika á því að nýta heitt umframvatn til þess var samþykkt í borgarráði í gær. Meira »

Eykur áhættu í hagkerfinu

05:30 Mikil aukning ríkisútgjalda næstu misseri getur haft ýmar afleiðingar. Með því væri ríkið að örva hagkerfið á versta tíma í hámarki uppsveiflunnar sem myndi ógna stöðugleika og samkeppnishæfni landsins. Meira »

Suðurnesin skilin eftir í framlögum

05:30 Fjárveitingar ríkisins til helstu stofnana á Suðurnesjum eru mun lægri en það sem þekkist í öðrum landshlutum. Þetta er meðal þess sem rætt var á opnum fundi á vegum Reykjanesbæjar í Safnahúsinu í gærkvöldi. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn kostar mestu til

05:30 „Við erum að áætla að kosningarbaráttan geti kostað Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu 30 til 35 milljónir króna í heild, en það hvernig þessi útgjöld skiptast er ekki komið á hreint enn og því ótímabært að tala um það,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...