Tveir karlmenn naktir á Austurvelli

Skjáskot úr myndbandi sem vegfarandi náði í stutta stund af …
Skjáskot úr myndbandi sem vegfarandi náði í stutta stund af hjólreiðamanninum nakta.

Heimildir mbl.is herma að tveir karlmenn hafi verið fatalausir á Austurvelli í Reykjavík í gær þegar viðburðurinn „Frelsum geirvörtuna- Berbrystingar Sameinumst!“ fór fram þar sem ungar konur beruðu brjóst sín í því skyni að afklámvæða geirvörtur.

Lögreglu barst tilkynning í gær um karlmann sem hefði berað kynfæri sín á Austurvelli. Þegar lögreglumenn hafi mætt á staðinn hafi hann verið á bak og burt og ekki fundist þrátt fyrir leit. Nokkru síðar kom í ljós að karlmaður hafi hjólað um svæðið nakinn. Var talið að um einn og sama manninn væri að ræða. Maðurinn á hjólinu var hins vegar að leika í auglýsingu fyrir Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) um umferðaröryggi hjólreiðarfólks.

Nú hefur hins vegar komið á daginn að annar maður svipti sig fötum á Austurvelli. Sá mun hafa stillt sér upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni í skamma stund áður en hann skellti sér aftur í fötin. Vísir greindi fyrst frá.

Fréttir mbl.is:

Nakti maðurinn var auglýsing

Beraði kynfæri sín á Austurvelli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert