Orkan hækkaði um 40%

Ölgerðin Egill Skallagrímsson er að Grjóthálsi.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson er að Grjóthálsi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Rafmagnsreikningur Ölgerðarinnar, eins stærsta matvörufyrirtækis landsins, hefur hækkað um 17% á milli ára, eða tífalt meira en almennt verðlag í landinu.

Fyrirtækið kaupir raforkuna af Fallorku og hefur Ölgerðin fengið þær upplýsingar frá seljanda að heildsalinn, Landsvirkjun, hafi hækkað meðalverð í skammtímasamningum um 40%. Það hafi óveruleg áhrif að önnur gjöld, til dæmis fastagjald og magngjald OR, hafi hækkað í samræmi við verðbólgu á þriggja mánaða fresti.

Í umfjöllun um hækkun á raforku í Morgunblaðinu í dag segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, fyrirtækið kaupa mikla orku. Það hafi búið við þessa hækkun frá áramótum án þess að hækka vöruverð. Óvíst sé hversu lengi það standi undir jafn mikilli hækkun og raun ber vitni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert