„Þarf alltaf að eyða peningum?“

Sigríður telur tillöguna kveða á um ómarkviss fjárútlát.
Sigríður telur tillöguna kveða á um ómarkviss fjárútlát. mbl.is

Þingsályktunartillaga um jafnréttissjóð var rædd á þingi nú síðdegis og ríkti mikil samstaða um málið þvert á flokka. Ekki voru þó allir fyllilega sáttir við málið, en Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skar sig úr fjölda jákvæðnisradda og gagnrýndi það sem hún sagði vera „mikil og ómarkviss fjárútlát“.

Frétt mbl.is: Hálfur milljarður í jafnréttissjóð

„Það er auðvitað full ástæða til að fagna á þessum degi og leggja áherslu á þau grundvallarmannréttindi sem í kosningaréttinum felast, „ sagði Sigríður. „Ég vil hins vegar lýsa yfir nokkrum vonbrigðum með þessa tillögu, sem ég tel að sé ekkert annað en enn eitt ríkisútgjaldamálið. Í tillögunni er lagt til að verulega háum fjármunum sé deilt út með afar ómarkvissum hætti. Þetta er á sama tíma og fé vantar í mörg nauðsynleg verkefni sem ég veit að jafnvel er þverpólitísk samstaða um að ráðast þarf í,“ sagði hún ennfremur.

500 milljóna reikningur til skattgreiðenda

Þá benti Sigríður á að virðingu kvenna væri ekki sérstakur sómi sýndur með þingsályktunartillögu sem sendi 500 milljón króna reikning til skattgreiðenda, sem væru að helmingi konur. Ítrekaði hún að tímamótunum hefði verið fagnað með veglegum hætti allt árið auk þess sem hátíðlegt þinghald færi fram á föstudaginn með kórsöng og ræðum. „Auðvitað á að halda upp á þessi tímamót, en ég spyr virðulegi forseti, þarf alltaf að eyða peningum?“ spurði Sigríður.

Það er mín skoðun að virðingu kvenna sé enginn sérstakur sómi sýndur með þingsályktunartillögu sem sendir 500 milljón króna reikning til skattgreiðenda, sem ég minni á að eru að helmingi konur. Ítrekaði hún að þó ætti auðvitað að halda upp á tímamótin. „En ég spyr virðulegi forseti, þarf alltaf að eyða peningum?“

Jafnréttissjóður á að fá 100 millj­ón­ir króna á ári af fjár­lög­um næstu fimm árin, sam­tals hálf­an millj­arð. Allt að helm­ingi af ráðstöf­un­ar­fé sjóðsins verður varið til verk­efna sem tengj­ast stöðu kvenna í þró­un­ar­lönd­um og stuðla að auk­inni þekk­ingu hér­lend­is á stöðu þeirra. Þriggja manna stjórn sem Alþingi kýs verður yfir sjóðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert