„Forkastanleg vinnubrögð sjávarútvegsráðherra“

Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Eggert Jóhannesson

Stjórn Landssambands smábátasjómanna (LS) sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í dag, þar sem þeir gagnrýndu reglugerðarsetningu sjávarútvegsráðherra um makrílveiðarStjórnin telur málefnið svo alvarlegt að hún lýsir fullu vantrausti á embættisfærslu ráðherra og krefst þess að reglugerðin verði dregin til baka.

Í tölvupósti frá þeim segir að atvinnuveganefnd Alþingis sé nú með til meðferðar frumvarp ráðherra um stjórn veiðar á NA-Atlantshafsmakríl.  Þar er lagt til að makrílveiðar smábáta verði kvótasettar. LS hefur mótmælt því og er ekki eitt um slíkt.  Með reglugerðinni fer ráðherra hins vegar fram hjá þeim ferli sem málið er í og kvótasetur veiðar smábáta.

Í tilkynningu frá LS segir meðal annars að reglugerðarsetningin sé einn fjölmargra gjörninga sem ráðherra hefur framkvæmt á þeim tveggja ára tíma sem hann hefur verið við völd og gefur tilefni til þess að segja hingað og ekki lengra. Landssamband smábátaeigenda lýsir hér með yfir fullu vantrausti á embættisfærslu ráðherra og krefst þess að hún verði dregin til baka.

Tilkynning LS í heild:

„Frá því makrílveiðar smábáta hófust árið 2010 hefur þeim verið stjórnað með sóknarmarki. Að fengnu veiðileyfi er viðkomandi heimilaðar veiðar úr ákveðnum potti þar sem magnið hefur verið ákveðið af ráðherra.

Í upphafi tóku fáir bátar þátt í veiðunum, en síðastliðin tvö ár hefur bátum fjölgað eftir góða veiði árið 2012, alls 121 sem hafði leyfi í fyrra. Þetta fyrirkomulag hefur reynst ágætlega í alla staði. Góð dreifing sóknar hefur verið um líklegar veiðislóðir og mikið umleikis við veiðar, löndun, flutninga og vinnslu aflans.

Auk þess sem fjölmargar smábátaútgerðir hafa getað lengt hjá sér útgerðartímann, vegna skorts á veiðiheimildum í botnfiski og nýir aðilar stofnað til útgerðar. Á síðustu vertíð stöðvaði ráðherra makrílveiðar smábáta í byrjun september. Samanlagður afli þeirra jafngilti þá 4,9% af heildarafla.

Ljóst var að með því að heimila veiðar til loka september eins og Landssamband smábátaeigenda hafði óskað eftir hefði veiði orðið mun hærra hlutfall heildaraflans. Það var í raun kaldhæðnislegt að sama magn og smábátar veiddu, um 7.500 tonn, var skilið eftir af útgefnum heildarkvóta.

Aflaverðmæti á milli 650 og 700 milljónir og útflutningsverðmæti um tvöföld sú upphæð um 1,4 milljarður. Þar við bætast hundruð starfa sem töpuðust á ætluðum veiðitíma. Fyrir nokkrum vikum lagði sjávarútvegsráðherra fram frumvarp um stjórn veiða á NAAtlantshafsmakríl þar sem byggt er á kvótasetningu allra útgerðarflokka.

Þar er gert ráð fyrir að hlutur smábáta verði festur við 5%, sóknarmark aflagt og í stað þess úthlutað kvóta á hvern bát samkvæmt veiðireynslu, þar sem hefðbundnum aðferðum við framkvæmd er vikið til hliðar.

LS mótmælti strax tillögum ráðherra, enda fyrirsjáanlegt að kvótasetning mundi aðeins gagnast örfáum aðilum en helftin af flotanum mundi standa eftir með ónýtta fjárfestingu. Þá væri þróun veiðanna í fullum gangi og líklegt að hæfilegt magn sem veiða ætti við ströndina væri það sama og hjá Norðmönnum, sem eru komnir lengst á þessu sviði,16% heildarkvótans. Allflestir landsmenn vita hvaða viðtökur frumvarpið hefur fengið. Alls hafa 51 þúsund þeirra mótmælt því.

Í dag hefur ráðherra ákveðið með setningu reglugerðar að hafa þessi mótmæli að engu. Að beita svokallaði klækjapólitík þar sem ekki einungis skoðanir tuga þúsunda landsmanna eru hunsaðar heldur bætist þar við sjálft Alþingi.

Gjörningurinn er einn fjölmargra sem ráðherra hefur framkvæmt á þeim tveggja ára tíma sem hann hefur verið við völd og gefur tilefni til þess að segja hingað og ekki lengra. Landssamband smábátaeigenda lýsir hér með yfir fullu vantrausti á embættisfærslu ráðherra og krefst þess að hún verði dregin til baka.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sakar lögreglu um ómannúðlega meðferð

23:34 „Ég er reið og döpur að horfa upp á svona meðferð á fólki, brot á mannréttindum og meðalhófsreglu. Er það svona sem við viljum koma fram við fólk sem annað hvort er á leið hingað eða kemur hér við á leið sinni að betra lífi eða skjóli?“ Meira »

Mun dansa á meðan fæturnir leyfa

22:26 Nanna Ósk Jónsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður sem hefur brennandi ástríðu fyrir dansi. Hún stofnaði dansskólann DanceCenter Reykjavík sem notið hefur mikilla vinsælda og segir Nanna að mikið forvarnargildi felist í dansi. Meira »

Forsetinn hleypur fyrir PIETA

22:08 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings PIETA Ísland, félags sem hyggst bjóða upp á úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Meira »

Spilaði í eigin brúðkaupi

21:59 Brúðgumi ákvað að koma brúður á óvart þegar þau gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum en hann frumflutti frumsamið lag, til konu sinnar, í athöfninni. Meira »

„Ég ætla að vera rödd fólksins“

21:45 Kjartan Theodórsson er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að búa í tjaldi eftir að hafa misst húsnæði en hann er örugglega sá fyrsti til að skrásetja líf sitt á götunni á Snapchat og vekja með því athygli á því sem ábótavant sé í húsnæðismálum. Meira »

Fiskidagurinn „litli“ á Mörk

21:29 „Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Við fengum sent efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar í Reykjavík. Meira »

„Aldrei verið í betra formi“

20:45 Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur tennisstjörnuna Björn Borg í nýju kvikmyndinni Borg/McEnroe sem segir frá einvígi þeirra kappa árið 1980, en bandaríski leikarinn Shia Labeouf leikur hinn skapstóra McEnroe. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í byrjun september. Meira »

„Ég hleyp fyrir frið“

21:13 „Það skiptir ekki máli hvar þú fæðist. Þó ég hafi fæðst annars staðar í heiminum þá bý ég hér núna og Ísland er heimili mitt,“ segir hinn íranski Majid Zarei sem hefur búið hér á landi í rúmt ár. Majid mun á morgun hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Meira »

113 nemendur útskrifast á árinu

20:44 Ellefu nemendur útskrifuðust af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í dag. Alls hafa 113 nemendur útskrifast á árinu og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Meira »

Fengu þrastarunga í fóstur

20:36 Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga úti í skógi sem hún tók að sér. Meira »

„Við töpum viku á þessu“

20:27 „Þetta er náttúrulega töluverður viðbótarkostnaður, en við förum nú í það að sjá hvaða svigrúm við höfum og hvort við getum fengið frekari stuðning,“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn forsvarsmanna verkefnisins í Surtsey, en borhola verkefnisins féll saman í fyrradag. Meira »

Veggurinn bæti öryggi gangandi og hjólandi

20:13 Veggir sitthvoru megin Miklubrautar við Klambratún eru settir upp til að bæta hljóðvist og umhverfigæði íbúa við Miklubraut og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Tekinn á 162 km/klst hraða

19:56 Fjöldi ökumanna var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðastliðna viku. Þannig voru 152 ökumenn kærðir fyrir þær sakir en sá sem var mest að flýta sér var mældur á 162 km/klst á leiðinni á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Meira »

„Við erum í bullandi góðæri“

19:29 Margt þykir líkt með árunum 2007 og 2017 en það er líka margt sem skilur árin tvö að. Þannig helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra, verðbólga er lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður einkum vegna ferðaþjónustunnar og sé húsnæði tekið út fyrir sviga er almenn verðhjöðnun á Íslandi. Meira »

Auglýsir eftir starfsfólki á Facebook

19:03 Leikskólastjóri á leikskólanum Baug í Kórahverfinu í Kópavoginum hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki í Facebook-hópum vegna manneklu, en illa hefur gengið að fá starfsfólk í vinnu þar, líkt og víða annars staðar. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

19:50 Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

Vann tæpa 5,9 milljarða

19:17 Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi. Meira »

Tvær bifreiðar lentu saman

18:02 Tvær bifreiðar skullu saman á Vesturlandsvegi við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ seinni partinn en miklar tafir hafa orðið á umferðinni um veginn í kjölfarið. Meira »
Óska eftir tilboði -7 sæta Peugeot 807
Til sölu ágætur Peugot 807 2,0 7 sæta, sjsk strumpari. Hann er skoðaður 2018, ...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Heima er bezt tímarit
6. tbl. 2017 Þjóðlegt og fróðlegt Áskriftarsími 553 8200 www.heimaerbezt.n...
Laust um næstu helgar - Biskupstungur..
Hlýleg og falleg sumarhús til leigu. Gisting fyrir 5-6. Heit laug og leiksvæði.....
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...