Sigmundur söng við Stjórnarráðið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra söng Öxar við ána þegar Stjórnarráðshúsið var loksins merkt með skiltum. Húsið, sem er 250 ára gamalt, hefur ekki verið varanlega merkt til þessa þrátt fyrir að byggingin hafi verið miðpunktur íslenskrar stjórnsýslu í 111 ár.

Skjaldarmerki Íslands hefur verið sett við inngang hússins, auk þess sem settar voru upp merkingar út við Lækjargötu, þar sem stiklað er á stóru í sögu hússins. Merkingarnar voru settar upp í samráði við Minjastofnun að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/MphiX6bSUhs" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert