„Til marks um forkastanlegan hroka“

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Að fólk velji 17.júní til mótmæla á Austurvelli er fyrst og síðast til marks um forkastanlegan hroka.“ Þetta skrifar Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, á Facebooksíðu sinni við frétt mbl.is um að púað hafi verið á Sigmund Davíð þegar hann flutti ávarp á Austurvelli í dag.

Hann bætir við: „[...] hroki eins og þann sem birst hefur að undanförnu í framgöngu stjórnarandstöðunnar á alþingi - nú er tekið til við að hrópa að nýju hið hugsanavillta slagorð: Vanhæf ríkisstjórn eins og gert var þegar VG barðist fyrir að komast í stjórn um áramótin 2008/09.“

Hann segir pólitísk öfl búa að baki mótmælunum. „Hin pólitísku öfl að baki innantómum hávaðanum við athöfn sem átti að vera hátíðleg leyna sér ekki.“

Mótmælendur á Austurvelli börðu á trommur og hrópuðu „Vanhæf ríkisstjórn“ við hátíðarathöfnina í dag. Stóð hávaðinn yfir einnig á meðan þjóðsöngurinn og aðrir söngvar voru sungnir og þegar fjallkonan flutti erindi sitt. 

Sjá frétt mbl.is: „Gagnrýnin byggð á misskilningi“

Sjá frétt mbl.is: Púað á Sigmund Davíð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert