Konur hafa verið að bakka

Ingibjörg Eggertsdóttir.
Ingibjörg Eggertsdóttir. Árni Sæberg

„Mér finnst konur hafa verið að bakka svolítið síðustu ár. Maður er farinn að heyra oftar af því að konur kjósi að vera í hlutastarfi eða jafnvel að sleppa vinnu til að geta sinnt börnum og heimili. Mér finnst margar ungar konur í dag ekki vera jafnstífar á jafnréttisprinsippum eins og mín kynslóð var á þeirra aldri. En auðvitað er ekkert víst að okkar aðferð hafi verið eitthvað réttari en þeirra,“ segir Ingibjörg Eggertsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum.

Ingibjörg er 60 ára gömul og er ein af 10 konum sem Sunnudagsblað Morgunblaðsins ræðir við um helgina en konurnar eru fæddar með 10 ára millibili, sú yngsta er 10 ára og sú elsta 100 ára.

Ingibjörg segir meðal annars frá verkaskiptingu á sínu æskuheimili, vinnukonustörfum í sveit og hvernig henni líst á stöðu jafnréttismála í dag. Hún segir aldrei annað hafa komið til greina en að vinna fulla vinnu utan heimilis og bætir því við að hún hafi einnig haft jafnréttissjónarmið í huga þegar hún fór út á vinnumarkaðinn. 

„Ég var og er mjög metnaðarfull fyrir því að misrétti á þessu sviði líðist ekki.“ Hún segist jafnvel hafa gengið of langt í einhverjum tilfellum. „Þegar ég var ófrísk lagði ég upp úr því að geta unnið fram á síðasta dag. Það skyldi nú ekki bitna á vinnuveitandanum að ég væri kona og gengi með barn. Ég sé núna að þarna var of langt gengið.“

Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert