Þurftu að beita piparúða

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í nótt að beita piparúða eftir að hafa stöðvað ökumann í austurhluta Reykjavíkur. Farþegi í bílnum brást ókvæða við og var með ógnandi tilburði við lögreglu og neitaði að hlýða fyrirmælum.

Kom þá til átaka og þurfti að beita piparúða til þess að yfirbuga manninn. Hann var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu og vistaður í fangageymslu. Atvikið átti sér stað rétt fyrir miðnætti.

Við leit á manninum fannst lítilræði af því sem talið er vera fíkniefni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert