Gríðarlegur hávaði en gekk vel

Lögreglan sagði hátíðina hafa gengið almennt vel fyrir sig.
Lögreglan sagði hátíðina hafa gengið almennt vel fyrir sig. Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir tónlistarhátíðina Secret solstice hafa gengið vel fyrir sig og að skipulag og framkvæmd hafi verið til fyrirmyndar. Á hátíðinni og fyrir utan hana voru 13 einstaklingar kærðir fyrir vörslu fíkniefna, þar af þrír fyrir sölu. Þá voru tveir fluttir á slysadeild vegna ofneyslu á MDMA fíkniefninu.

Í pósti á Facebook segir lögreglan að almenn sátt sé með það hvernig tókst til, en að trúlega muni einhverjir íbúar í nágrenninu vera á öðru máli, enda hafi hávaðinn verið gríðarlegur. Engar kvartanir hafi hins vegar borist vegna þess.

SECRET SOLSTICEÞá er tónlistarhátíðinni lokið. Skipulag og framkvæmd hátíðarinnar var mjög faglegt í alla staði og...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, 22 June 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert