Hlýtt í veðri næstu daga

Svona verður veðrið næsta föstudag.
Svona verður veðrið næsta föstudag. Skjáskot/Veðurstofan

Hiti verður á bilinu 8-18 stig á landinu í dag. Hlýjast verður vestanlands. Nokkuð hlýtt verður víða á landinu næstu daga og spáir Veðurstofa Íslands t.d. 19 stiga hita á föstudag.

Næsta sólarhringinn spáir Veðurstofan fremur hægri breytilegri átt eða hafgolu á landinu. Bjart verður að mestu norðvestantil. Annars skýjað og víða þokuloft. Birtir víða til yfir daginn, einkum á Norðurlandi. Skýjað að mestu sunnan- og austanlands á morgun, en bjartviðri norðan- og norðvestantil. Hiti 8 til 18 stig að deginum, hlýjast vestanlands.

Sjá nánar á veðurvef mbl.is.

Á höfuðborgarsvæðinu verður 7-14 stiga hiti í dag og skýjað með köflum.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag er veðurspáin fyrir allt landið þessi:

Austlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað að mestu sunnan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti 8 til 16 stig, svalast austanlands.

Á föstudag:
Austlæg átt 5-10 m/s, hvassast syðst. Bjartviðri í flestum landshlutum og hiti 10 til 19 stig, hlýjast norðan- og vestanlands.

Á laugardag og sunnudag:
Austlæg átt, skýjað með köflum sunnan- og austantil, en annars bjart að mestu. Áfram hlýtt í veðri.

Veðurstofan spáir hlýju veðri næstu daga.
Veðurstofan spáir hlýju veðri næstu daga. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert