Misgengi eykur kostnaðinn

Fyrirhuguð verksmiðja PCC á Bakka við Húsavík.
Fyrirhuguð verksmiðja PCC á Bakka við Húsavík.

Staðsetning kísilvers þýska fyrirtækisins PCC við Bakka á Húsavík, sem fyrirhugað er að rísi árið 2017, veldur auknum kostnaði við hönnun þess.

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir að í ljósi jarðskjálftahættu á svæðinu verði kostnaðurinn meiri en ella. Menn hafi rætt að hönnunin yrði dýrari þegar tekið væri mið af staðsetningunni.

„Það er vitað að þarna er ákveðin áhætta og það geta komið stórir skjálftar,“segir Kristján Þór og bætir við að staðsetningin sem varð fyrir valinu, hafi hentað betur fyrir kísilverið en staðsetningin sem hugsuð var fyrir álver á sínum tíma, jafnvel þótt kísilverið muni rísa nær sprungusvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert