Stalst í Reynisfjöru og festi sig

Ökumaður festi bíl sinn í Reynisfjöru seint á laugardagskvöld. Hann viðurkenndi aksturinn og sagðist hafa ekið niður í fjöruna til að taka ljósmyndir.

Ökumaðurinn var kærður fyrir utanvegaakstur.

Dróst með hrossi

Í dagbók lögreglunnar á Selfossi kemur fram að sextán ára drengur slasaðist er hann dróst með hrossi sem hann hafði verið á í Reykjadal við Hveragerði. Fótur hans festist í ístaði. Drengurinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi til skoðunar. Talið er að hann hafi hlotið minni háttar áverka.

Fólksflutningabifreið valt á Laugarvatnsvegi við Böðmóðsstaði síðdegis á fimmtudag. Sjö voru í bifreiðinni og sex þeirra hlutu minni háttar meiðsl og voru fluttir til læknisskoðunar.

Loksins hefur slegið á ökuhraðann en í síðustu viku voru 44 kærðir fyrir hraðakstur og tveir fyrir ölvunarakstur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert