Kaupum í turninum frestað

Lagt er til að keyptar verði þrjár hæðir í nýja …
Lagt er til að keyptar verði þrjár hæðir í nýja norðurturninum undir bæjarskrifstofur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Umræðu um kaup á húsnæði fyrir bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar í nýja Norðurturninum við Smáralind var frestað á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær.

Sex af ellefu bæjarstjórnarfulltrúum greiddu atkvæði með frestun málsins. Tillagan snýr að kaupum á þremur hæðum í turninum. Lagt er til að kaupin verði fjármögnuð með útgáfu skuldabréfa en kaupverð er áætlað 1.500 m. kr.

Skuldaaukning bæjarins er áætluð 345 m. kr. í kjölfar sölu á núverandi húsnæði bæjarskrifstofanna í Fannborg, en meirihluti bæjarstjórnar segir fjárhagslegan ábata af flutningum í turninn vera tvo milljarða króna samanborið við viðgerðir á núverandi húsnæði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert