Sigmundur: Fólk orðið leitt á leiðindum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu á Austurvelli á meðan hávær …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu á Austurvelli á meðan hávær mótmæli fóru fram. mbl.is/Styrmir Kári

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra segir í viðtali við DV í dag að á Austurvelli þann 17. júní hafi verið fólk sem vildi ekki að skilaboð, þar sem leitast var við að sætta fólk, kæmust á framfæri.

„Ég heyrði varla í sjálfum mér og ég held að enginn á Austurvelli hafi heyrt hvað ég sagði,“ segir Sigmundur Davíð í viðtalinu. „En fyrir vikið hugsaði ég: Allt í lagi, nú er skylda mín að flytja þann boðskap sem ég ætlaði að flytja og var hafinn yfir pólitísk ágreiningsefni samtímans. Þarna var fólk sem vildi ekki að á framfæri kæmust skilaboð þar sem leitast var við að sætta fólk og draga fram það sem sameinar okkur sem þjóð heldur vildi þagga niður í þeim. Mér sárnaði mest og fannst ótrúlegt að sjá menn hamast svo mjög þegar stúlknakór söng ættjarðarlög og fjallkonan flutti ljóð. Þarna var ungt fólk sem hafði dögum og vikum saman undirbúið sig fyrir þátttöku í hátíðarhöldunum og fékk ekki að njóta þess.“

Sigmundur segir að þetta dragi fram stærra vandamál „sem er virðingarleysið sem er orðið ríkjandi hjá ákveðnum hópi, ekki mjög stórum en háværum. [...] Ég held að þetta sé samt sem áður ekki lýsandi fyrir samfélagið. Ég held að fólk sé almennt orðið þreytt á öllum þessum leiðindum.“

Sjá einnig: Hótað „óþægilegri fjölmiðlaumfjöllun“ 

Allt önnur stefna með Pírötum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að ef kosningaúrslit í næstu þingkosningum verði eins og skoðanakannanir sýna nú, þ.e. að Píratar fengju 30-40% fylgi, myndi taka við „allt önnur stefna í samfélaginu. þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratugaskeið.“

Frétt mbl.is: Sigmundu hótað vegna haftamála

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert