Ný gögn og fallist á endurupptöku

Dæmt var í málinu 3. apríl 2003.
Dæmt var í málinu 3. apríl 2003. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Endurupptökunefnd hefur samþykkt beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku dóms sem hann hlaut í Hæstarétti í apríl 2003. Þar var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hrista níu mánaða barn, en talið var að áverkarnir hefðu leitt það til dauða.

Sjá frétt mbl.is: Aftur réttað í barnahristingsmáli

Endurupptökunefnd tekur ákvörðun sína með hliðsjón af niðurstöðu dómkvadds matsmanns, dr. Waney Squier, og umsögn réttarmeinafræðingsins Þóru Steffensen sem krufði barnið á sínum tíma. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að niðurstaða matsgerðarinnar sé afdráttarlaus um að dánarorsök drengsins sé ekki að rekja til svonefnds „Shaken baby“-heilkennis. Af hálfu ríkissaksóknara hafi ekki verið lögð fram fullnægjandi vísindaleg gögn til að hrekja þá niðurstöðu.

Nefndin telur að matsgerðin byggi í verulegum atriðum á læknisfræðilegum kenningum sem settar séu fram á grundvelli rannsókna sem framkvæmdar hafi verið eftir uppsögn dómsins 2003 og hafi því ekki komið til skoðunar við úrlausn málsins. Rannsóknir þessar hagnýti hinn dómkvaddi matsmaður til að skjóta stoðum undir þá niðurstöðu sína að ekki liggi fyrir að „Shaken baby“-heilkennið hafi orðið banamein drengsins. Endurupptökubeiðandi hafi þannig lagt fram ný gögn sem ætla megi að hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk.

Málskostnaður felldur á ríkið

Sveinn Andri Sveinsson hrl. er lögmaður Sigurðar. Kostnaður endurupptökubeiðanda, tæpar 3,6 milljónir kr., er allur felldur á ríkissjóð. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert