„Ég mun fylgjast vel með þér“

Már Gunnarsson, 15 ára tónlistarmaður.
Már Gunnarsson, 15 ára tónlistarmaður. Skjáskot/RÚV

Már Gunnarsson, 15 ára tónlistarmaður, flutti í kvöld frumsamið lag á hátíðinni á Arnarhóli í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands.

Sjá frétt mbl.is: Vigdísi fagnað í miðborginni

Þegar Már var kynntur á svið var sagan sögð af því hvernig það æxlaðist að hann samdi lagið Vigdís um forsetann fyrrverandi.

Var hann að spila á hátíð blindrafélagsins þar sem Vigdís var viðstödd. Eftir tónleikanna vatt Vigdís sér að honum og hrósaði fyrir leik sinn og sagði: „Ég mun fylgjast vel með þér.“

Már á að hafa heillast af henni og samdi lagið sem hann flutti í kvöld með undirspili annarra tónlistarmanna sem komu fram í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert