Yfirfull olíuskilja orsakaði lekann

Olíuflekkurinn við Örfirisey.
Olíuflekkurinn við Örfirisey. Mynd/Árni Sæberg

Olíuflekkurinn sem myndaðist við Örfirisey í dag orsakaðist af yfirfullri olíuskilju á bryggjunni í Eyjagarði. Þetta staðfestir Gestur Guðjónsson, fulltrúi í öryggisnefnd Olíudreifingar. Hann segir heppilegt að þetta uppgötvaðist snemma svo ekki læki meiri olía út í sjóinn. 

Sjá frétt mbl.is: Olía í sjónum við Örfirisey

„Olíuskiljan hefur yfirfyllst af einhverjum ástæðum og boð um gallann hafa ekki borist til vaktmanns. Hreinsiaðgerðirnar eru nú hafnar, þetta virðist ekki vera mikil olía. Það þarf mjög litla olíu til þess að þekja stórt svæði,“ segir Gestur í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert