Hvalveiðibátar farnir til veiða

Hvalveiðiskipin í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskipin í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Hvalveiðibátar Hvals hf., Hvalur 8 og Hvalur 9, eru lagðir af stað á veiðar, en heimilt er að veiða 150 langreyðar í ár. Í fyrra var kvótinn 154 dýr, en þá veiddust 137 langreyðar. Samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins setti veður í fyrra strik í reikninginn varðandi veiðarnar. Árið 2013 var veiðin 134 dýr.

Hvölunum verður landað í Hvalstöðinni í Hvalfirði eins og undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert