Björguðu hundi úr sprungu

Fjallabjörgunarhópur Björgunarfélags Árborgar var sendur á vettvang á Þingvöllum í gær eftir að hundur féll ofan í nokkuð djúpa sprungu.

Sveitin kom fyrir línum og seig niður í sprunguna til að ná í hundinn og tóku aðgerðir á vettvangi skamman tíma. 

Í færslu sveitarinnar á Facebook kemur fram að hundurinn Bangsi hafi verið afar feginn að losna úr prísundinni. Þá sgeir einnig að verkefnið hafi verið óhefðbundið en skemmtilegt. 

Fengum í gær óhefbundið en skemmtilegt verkefni þar sem að hundur féll í sprungu á Þingvöllum og var þess óskað að...

Posted by Björgunarfélag Árborgar on Monday, June 29, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert